Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Kærðir fyrir guðlast og klám: „Það var auðvitað erfitt, þótt við hefðum húmor fyrir því“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við vorum kærðir fyrir guðlast og við vorum kærðir fyrir klám. Það var auðvitað erfitt, þótt við hefðum í rauninni allan tímann húmor fyrir því. Það sem kannski bjargaði okkur, var það að hafa alltaf húmor fyrir því sem var borið upp á okkur,“ sagði Karl Ágúst Úlfsson um þá Spaugstofuvini í nýju viðtali Mannlífs.

„Við fengum alls konar gagnrýni. Sumt var bara bull og einhver illkvittni sem fólk vildi beita okkur. Þegar við vorum búnir að jafna okkur á sárindunum sem fylgdu, þá fórum við að tala um það okkar á milli að kannski væri eitthvað til í þessu og hvort við ættum kannski að skoða það og mögulega gera eitthvað í því og prófa að fara aðrar leiðir heldur en við höfðum verið að gera undanfarið.“

Karl Ágúst setur upp kveðjusýninguna Fíflið en segir hann frá henni í viðtali við Reyni Traustason. Þar segir Karl frá sínum uppáhaldskarakterum og álaginu sem fylgdi vinnunni.  „Ég er búinn að starfa í leikhúsheiminum og leiklistarheiminum í yfir 40 ár. Þetta er orðinn svolítið stór pakki. Ég hef tekist á við mörg störf innan þessa geira.“ Viðtalið má lesa í heild sinni í nýju blaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -