Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Kærustupar tekur við af Steinari varðstjóra á Þórshöfn: „Þau eru bæði fag­menntaðir lög­reglu­menn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lög­regl­an á Norður­landi eystra grein­ir frá því á Face­book-síðu sinni að Stein­ar Snorra­son varðstjóri hafi nú látið af störf­um á lög­reglu­stöðinni á Þórs­höfn – á Langa­nesi – eft­ir afar langan starfsferil þar.

Kemur það fram að Stein­ar hafi staðið vakt­ina einn og nánast óstuddur síðustu ár; skilað sínu starfi með sóma og sann á afar víðfeðmu vaktsvæði.

Það var svo Páley Borgþórs­dótt­ir lög­reglu­stjóri sem færði Stein­ari fallegan blóm­vönd og þakkir fyrir vel unn­in störf; er eft­ir­sjá sögð af Steinari hjá embætti lög­regl­un á Norður­landi eystra.

Skemmtileg er sú staðreynd að eft­ir­menn Stein­ars eru par; þau Aron Guðmunds­son og Dagný Karls­dótt­ir; sem hafa verið ráðin til starfa á starfs­stöðinni á Þórs­höfn:

„Þau eru bæði fag­menntaðir lög­reglu­menn og hafa nú þegar komið sér fyr­ir á Þórs­höfn og hafið þar störf. Við erum afar ánægð með að geta nú mannað tvær stöður lög­reglu­manna á Þórs­höfn með þessu úr­vals­fólki og ósk­um íbú­um svæðis­ins til ham­ingju. Með þess­ari viðbót í lög­gæsl­unni eykst þjón­usta og ör­yggi á þessu víðfeðma varðsvæði. Við ósk­um Aroni og Dag­nýju til ham­ingju með stöðurn­ar og far­sæld­ar í sín­um störf­um.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -