Kanarí tilnefnd sem besta dramamynd ársins – Alec Baldwin í dómnefnd

Deila

- Auglýsing -

Stuttmyndin Kanarí eftir Erlend Sveinsson er tilnefnd sem besta dramamynd ársins á streymisveitunni Vimeo.

Stuttmyndin er útskriftarmynd Erlendar úr Columbia University. Erlendur leikstýrir myndinni ásamt því að skrifa handritið með Connor Simpson. Leikarar myndarinnar eru Vivian Ólafsdottir, Snorri Engilbertsson og Hjörtur Jóhann Jóhannsson.

Verðlaunin verða veitt í New York þann 11. janúar og í dómnefnd er m.a. Hollywood-leikarinn Alec Baldwin.

Hægt er að horfa á myndina hér fyrir neðan:

- Advertisement -

Athugasemdir