Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Kári svarar Loga fullum hálsi og segir rök hans vera „slöpp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kári Stefánsson, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, skrifar opið bréf til Loga Bergmanns og svarar þar pistli Loga sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Svar sitt birtir Kári í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Unglingurinn í fjölmiðlum“.

Í pistli sínum um helgina skrifaði Logi um áfengisauglýsingar sem eru bannaðar í fjölmiðlum en eru á sama tíma áberandi á Facebook og í erlendum miðlum. Logi skrifar einnig um þá staðreynd að Íslendingar geti verslað áfengi á netinu svo lengi sem það sé verslað frá útlöndum.

„Ef mig langar til að panta mér flösku af Reyka-vodka þá er það ekkert mál. Ég get pantað hana frá útlöndum. Mjög einfalt allt saman. Fyrir utan smáatriðið sem felst í því að senda flöskuna til útlanda til að senda hana aftur til Íslands og fá hana senda heim til mín.

„Hvað ef 16 ára unglingur tekur bara við sendingunni fyrir mistök og hverfur samstundis á vit Bakkusar?“

Nú er sem sagt loksins komið fram frumvarp sem myndi leyfa íslenska netverslun með áfengi. Með ströngum reglum og fyrirvörum,“ skrifar Logi meðal annars. Hann bætir við: „Einhver gæti sagt að þetta væru eðlileg spor í átt að frelsi og eðlilegum viðskiptaháttum. En svo eru hinir sem segja okkur að auðvitað sé það hræðileg hugmynd að hægt sé að senda áfengi. Hvað ef 16 ára unglingur tekur bara við sendingunni fyrir mistök og hverfur samstundis á vit Bakkusar?“

Logi endar pistil sinn á að segja að nú sé kominn tími til að treysta fólki: „Treystum fólki og setjum reglur sem eru skynsamlegar, frjálslyndar og umfram allt eðlilegar.“

Ekki forræðishyggja segir Kári

- Auglýsing -

Í svari sínu byrjar Kári á að segja frá því að hann sé að verða 71 árs og hafi á lífsleið sinni séð marga kunningja glíma við sjúkdóma sem tengjast áfengisneyslu.

„Langtíma áhrif af ofneyslu áfengis eru auknar líkur á lifrarbilun, háþrýstingi, hjartabilun, krabbameini í vélinda, krabbameini í maga, krabbameini í lifur og brisi, krabbameini í blöðru og brjóstum og sykursýki og alls konar skemmdum í heila og úttaugakerfi. Skammtíma áhrif áfengisneyslu í óhófi eru ölvun, sem eykur líkur á ofbeldi alls konar og slysum. Algengustu dánarorsök fólks á aldrinum 15 ára til fertugs á Íslandi má rekja til neyslu fíkniefna, þar sem áfengi spilar mikla rullu og oftar en ekki er það fíkniefni sem menn byrja á og nota með öðrum efnum,“ skrifar Kári. Hann bætir við að neyslu áfengis í óhófi kosta heilbrigðiskerfið „meira en nokkuð annað“.

„Það er út af þessu, Logi, sem það væri óábyrgt að auka aðgengi að áfengi á Íslandi með því að leyfa íslenska netverslun og ýta því kröftugar að fólki með því að leyfa áfengisauglýsingar. Aukið aðgengi þýðir aukin neysla sem þýðir aukinn allur sá vandi sem er rakinn hér að ofan.“

- Auglýsing -

Kári segir að rök Loga um að áfengisauglýsingar séu sýnilegar á Facebook og í erlendum fjölmiðlum og því ætti að leyfa þær í íslenskum miðlum vera „slöpp“.

„Sú röksemd að það séu áfengisauglýsingar í erlendum fjölmiðlum og á fésbók er slöpp í besta falli. Þær auglýsingar skapa vanda sem slíkar, sem réttlæta á engan hátt íslenskar auglýsingar, sem myndu bæta gráu ofan á svart.“

„…í fyrsta lagi ef þú færir á AA fund kæmistu að raun um að alkinn verður að gera sér grein fyrir því að hann getur ekki treyst sjálfum sér þegar kemur að áfengi.“

Hann segir það sama eiga við um rökin um að landsmenni geti verslað vín á erlendum netverslunum. „Það væri skynsamlegast að loka fyrir hana með lagasetningu í stað þess að bæta ofan á hana íslenskri netverslun og meira áfengi ofan í þá sem síst skyldi. Logi, þetta er ekki spurning um að hafa vit fyrir fólki með íþyngjandi forræðishyggju. Þetta er svipað því og að hafa hámarkshraða á vegum úti.“

Kári segir málið ekki snúast um forræðishyggju heldur „fyrirbyggjandi læknisfræði“.

„Í lok greinar þinnar segirðu: „Treystum fólki og setjum reglur sem eru skynsamlegar, frjálslyndar og umfram allt eðlilegar.“ Logi, félagi og fóstbróðir, í fyrsta lagi ef þú færir á AA fund kæmistu að raun um að alkinn verður að gera sér grein fyrir því að hann getur ekki treyst sjálfum sér þegar kemur að áfengi. Þangað til er hann í bráðri hættu,“ skrifar Kári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -