Miðvikudagur 29. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Karl Ágúst: „Hvað sem gerist í framtíðinni þá allavega gerði ég þetta. Og kvaddi með þessum hætti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl Ágúst segir að kveðjusýning sín, Fíflið, sé einhvers konar virðingarvottur við leikhúsið eða bara sviðslistir, við leiklistina og við sjálfan sig sem sviðslistamann. „Þetta er einhver endapunktur sem ég síðan vil geta vitnað í. Hvað sem gerist í framtíðinni þá allavega gerði ég þetta. Og kvaddi með þessum hætti.“

Ljósmynd: Kazuma Takigawa

Karl Ágúst segist í verkinu fjalla um hirðfíflið; um fíflið sem fyrirbæri í sögunni. „Og það er sagan af hirðfífli eða fífli sem þjónar einhvers konar valdhafa. Það er gríðarlega gamalt fyrirbæri. Það eru til goðsögur, grískar goðsögur, af hirðfífli Ólympsguðanna sem hét Mómus og hvernig hann á endanum fór yfir strikið og var varpað ofan af Ólympstindi fyrir það að móðga Seif. Í öllum heimshlutum og á öllum tímum eru heimildir um fífl sem hafa starfað og tekist ýmist vel eða illa upp; þau höfðu þetta leyfi, þetta veiðileyfi, á konunginn eða valdhafann. Þau máttu segja næstum hvað sem var, svo framarlega sem það var fyndið ef það var ekki hægt að túlka það sem illkvittna gagnrýni, en þá var náttúrlega hægt að höggva af þeim hausinn. En á meðan fíflinu tókst að vera fyndið og setja mál sitt fram á húmorískan hátt, fá kónginn til að hlæja og fá fólk til að hlæja að kónginum, þá var þetta að virka eins og það átti að gera.“
Viðtalið við Karl Ágúst má lesa í heild sinni í nýju og spennandi helgarblaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -