Mánudagur 5. júní, 2023
7.8 C
Reykjavik

Karlmaður hljóp nakinn út úr tollherberginu á Keflavíkurflugvelli

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í baksýnisspeglinum í dag rifjum við upp undarlegan atburð sem átti sér stað þann 7.desemer árið 1984. Farþegum á Keflavíkurflugvelli brá heldur betur í brún þegar alsber maður kom hlaupandi út úr tollherberginu og inn í flugstöðina. DV fjallaði um málið en um var að ræða tvo menn sem höfðu verið handteknir vegna gruns um fíkniefna smygl.

,,Að sögn Kristjáns Péturssonar, yfirmanns í tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli, mun maðurinn hafa reynt að kasta frá sér hassi sem hann hafði haft innan klæða er hann hljóp út úr herberginu en hann náðist strax aftur,‘‘ segir í fréttinni. Fíkniefnið sem maðurinn reyndi að smygla til landsins reyndist vera 255 grömm af Líbanonhassi sem lögregla lagði hald á.

,,Frágangur á læsingum á herbergi því sem notað er til líkamsleitar er ófullkominn og erfitt um vik að stöðva menn ef þeir ásetja sér að sleppa út eins og þessi gerði.‘‘ Þá sagði Kristján að menn þyrftu að vera vel á verði í aðstæðum sem þessum til þess að koma í veg fyrir að atvikið endurtæki sig ekki. Mennirnir voru að koma frá Kaupmannahöfn en töluverður fjöldi fólks var í flugstöðinni þennan dag sem var vitni að manninum nakta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -