Lögregla handtók karlmann í Vesturbænum í gærkvöldi en er hann grunaður um að hafa rænt peningum af barni. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var því vistaður í fangaklefa lögreglu þangað til hann verður í ástandi til skýrslutöku. Síðar um kvöldið hafði þjófur á brott nokkuð magn kjöts úr verslun í austurborginni. Þjófurinn komst undan en lögregla rannsakar málið. Lögregla var kölluð út í verslunarmiðstöð í gærkvöld vegna manns sem svaf ölvunarsvefni. Maðurinn var verulega drukkinn og var hann því vistaður í fangaklefa þar til það rennur af honum.
Karlmaður í annarlegu ástandi tók að ógna börnum við skiptistöð Strætó í Kópvogi í gærkvöldi. Lögregla var kölluð út og samkvæmt dagbók lögreglu var hann handtekinn samstundis. Maðurinn er vistaður í fangaklefa þar til hann verður viðræðuhæfur. Þá hafði lögregla upp á kannabisræktun í íbúð í gærkvöldi en auk þess sinnti hún reglubundu umferðareftirliti. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir fyrir ölvunarakstur.