Sunnudagur 3. nóvember, 2024
10.8 C
Reykjavik

Ráðherrar fá minna en bæjarstjórar – Katrín fékk 2,4 milljónir í orlofsuppgjör

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ráðherrar á Alþingi eiga ekki rétt á að fá greitt fyrir ótekið orlof þegar þeir hætta störfum, ólíkt borgarstjóra og ýmsum bæjarstjórum á landinu.

Fyrir nokkru var sagt frá orlofsgreiðslum til Dags B. Eggertssonar, er lét af embætti sem borgarstjóri Reykjavíkur eftir tíu ára setu en hann átti rétt á að fá greitt fyrir alla ónýtta orlofsdaga síðan hann tók við embættinu. Fékk hann 7,9 milljónir í orlofsuppgjöri er hann skilaði lyklunum. Við frekari eftirgrennslan fjölmiðla kom í ljós að ekki var um einsdæmi að ræða en bæjarstjórar á borð við Ármann Kr. Einarsson, fyrrum bæjarstjóra Kópavogs sem fékk sjö milljónir króna samtals í orlofsuppgjöri, Gunnar Einarsson fyrrum bæjarstjóri Garðabæjar sem fékk 4,5 milljónir í uppsafnað orlof og Harald Sverrisson fyrrverandi bæjarstjór Mosfellsbæjar sem fékk greiddar 9.6 milljónir en hluti af því var vegna ónýtts orlofs á orlofsárinu.

Sama gildir ekki um ráðherra á Íslandi. Ef ráðherra nýtir ekki orlofsheimildina að fullu á viðkomandi orlofstökuári fellur það sem ekki er nýtt niður. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu til Mannlífs. Þar kemur einnig fram að þegar ráðherra lætur af störfum skuli áunninn orlofsréttur hans gerður upp með sama hætti og hjá ríkisstarfsmönnum.

Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu fékk Katrín Jakobsdóttir greiddar 2.415.678 krónur vegna áunnins orlofs er hún lét af störfum í byrjun apríl á þessu ári og er Bjarni Benediktsson lét af störfum sem forsætisráðherra í lok nóvember 2017, fékk hann greiddar 1.028.300 krónur greiddar í orlofsuppgjör. Er hann hætti sem fjármála- og efnahagsráðherra fékk hann ekki orlofsuppgjör þar sem hann tók við öðru ráðherraembætti.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -