Þriðjudagur 23. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Katrín furðar sig á ummælum Bjarna: „Getum öll farið svakalega í taugarnar hvert á öðru“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, er undrandi á því að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra þyki hún vera smámunasöm. Hún viðurkenndi að formenn stjórnarflokkanna þriggja gætu farið í taugarnar á hverjum öðrum en traustið væri til staðar. 

„Bjarni Ben var í viðtali og sagði að samstarfið gengi mjög vel en þú væri svolítð smámunasöm fyrir sinn smekk. Skilurðu hvað hann er að fara,“ spurði fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason, Katrínu í nýjum hlaðvarpsþætti, Podcast með Sölva Tryggva, og vísaði þar í viðtal við Bjarna í Mannlífi á dögunum.

Forsætisráðherrann hugsaði sig andartak um. „Nei, eiginlega ekki,“ svaraði hún svo og hló. „Ja, ég meina, ég vil vera mjög vel inni í öllum málum. Það má kannski túlka sem smámunasemi.“

„Myndir þú þá kannski segja á móti að Bjarni væri aðeins of kærulaus fyrir þinn smekk,“ spurði Sölvi þá.

Þeirri spurnigu svaraði Katrín hins vegar ekki. „Nei, ég meina erum við ekki öll … Fólk er bara rosalega ólíkt. Ég hef alltaf verið dálítið … Ég hef mjög mikla þörf fyrir að vera mjög vel inni í því sem ég er að gera. Það hefur alltaf loðað við mig. Ég hef bara rosalegan áhuga á því sem ég er að gera hverju sinni,“ sagði hún og nefndi sem dæmi að hún gæti haft rosalegan áhuga á því hvernig rofarnir í stigaganginum heima hjá sér eigi að líta út. „Ég nefnilega tók það að mér hjá húsfélaginu um daginn … Og það kann að vera kallað smámunasemi. Ég held að þetta sé bara meira um það að vera í því sem maður er hverju sinni.“

„Hvernig er Bjarni? Þið náið ágætlega saman. Á einhverjum punkti hefði fólki fundist þetta fráleit pæling,“ sagði Sölvi og vísaði þar í samstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins.

- Auglýsing -

Forsætisráðherra tók undir það að samstarfið væri vissulega svolítið frálæt pæling en traustið væri til staðar.  „Hún er náttúrulega dálítið fráleit,“ viðurkenndi hún brosandi og hló. „Þetta hangir voða mikið á karakterum og hvort fólk er tilbúið að gefa fólki það að það megi bara … Þetta eru ólíkir karektarar, formenn þessara flokka, og við höfum ólíkar skoðanir, en ef þú treystir fólki, þá er það eitthvað sem hægt er að leysa og ég held að við getum öll farið svakalega í taugarnar hvert á öðru, en við erum bara mjög meðvituð um það. Ætlum við eigum ekki öll sameiginlegt að vera frekar þrjósk, sem er frekar kostur í stjórnmálum.“

Spurð hvort gott það sé lykilatriði í stjórnarsamstarfinu hvað formennirnir ná vel saman, sagði Katrín að það væri hennar reynsla. „Og ég hef unnið með ólíku fólki og ólíkum flokkum. Ef það er traust í samskiptum einstaklinganna þá er hægt að láta ýmislegt gerast.

Þáttinn er hægt að sjá hér að neðan.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -