Föstudagur 13. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Katrín kveður Jónatan: „Tani kenndi manni að gefast ekki upp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveður góðan félaga, Jónatan Jóhann Stefánsson, á Facebook. Jónatan lést nýlega og var borinn til grafar í dag. Katrín minnist þess að Jónatan hafi kennt henni að gefast aldrei upp, sama þótt á móti blési. Katrín skrifar:

„Í dag berum við hann Jónatan Jóhann Stefánsson til grafar. Jónatan, eða Tani eins og hann var kallaður, var stofnfélagi í Vinstrihreyfingunni-grænu framboði, duglegastur allra að mæta á fundi og man ég vel eftir honum á fyrsta fundi mínum í Reykjanesbæ þegar ég mætti þar sem nýr varaformaður hreyfingarinnar, blaut á bak við eyrun. Ég heimsótti Jónatan reglulega og þá fór hann yfir stöðu þjóðmálanna en líka ræddi hann báta og skip, vélar og vélahljóð, minni hans á þesum sviði var alveg hreint ótrúlegt.“

Með minningarorðunum deilir hún myndinni sem má sjá hér fyrir neðan. „Og þá hef ég ekki nefnt sýslumennina sem hann hlýddi mér yfir enda kunni þá alla, afturábak og áfram. Síðasta heimsókn mín til hans var á hjúkrunarheimilið í Grindavík þar sem fór vel um hann þótt nokkuð væri af honum dregið. Ég var þá í lopapeysu sem Jónatan hafði fengið vinkonu sína til að prjóna svo við gætum verið í stíl í rauðgrænum vg-lopapeysum. Það var sama þótt á móti blési, Tani var alltaf traustur félagi og kenndi manni að gefast ekki upp. Sá lærdómur hefur reynst dýrmætur,“ segir Katrín.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -