Þriðjudagur 28. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Katrín róaði hóp 10 ára gutta með draugasögu: „Börn elska vægan hrylling“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Oddsdóttir lærði ýmislegt á að segja hópi 10 ára gutta uppdiktaða hryllingssögu á Goðamótinu á Akureyri.

Lögfræðingurinn og baráttukonan Katrín Oddsdóttir skrifaði skemmtilega Facebook-færslu í gær. Þar segir hún frá því að hún hafi um síðustu helgi náð að róa hóp 10 ára drengja til að róa sig niður og fara beint að sofa en hún var þá stödd með þeim á Goðamótinu á Akureyri. Náði hún þessu með því að segja þeim frumsamda draugasögu um afturgönguna Morð-Guddu. „Ég fattaði í miðri sögu að ég væri mögulega að hóptrámatísera ókunnug börn og mildaði því allan hrylling en sagði þeim að þetta væri vægasta hryllingssagan um þennan dreng en ef allir færu lóðbeint að sofa möglulaust skyldi ég segja þeim alvöru viðbjóðssögu daginn eftir. Að sögulokum hefði mátt heyra sim-kort detta og allir sofnuðu umsvifalaust.“

Segist Katrín hafa lært tvennt af þessu:

„1. Börn í dag eru alls ekki búin að missa hæfileikann til að hlusta og einbeita sér! Strákarnir sögðu vinum sem komu seint inn í söguna hvað hafði gerst af ótrúlegri nákvæmni og notuðu meira að segja orð sem ég hafði þurft að skýra út fyrir þeim hvað þýddu á fyrri stigum.
2. Börn elska vægan hrylling, sem er jafnframt hluti af okkar menningararfi. Ég held að þau hafi gott af því að láta hræða sig svolítið og því væri tilvalið ef Rúv eða einhver myndi gera Hryllings- og draugasögu podcast fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára sirka.
Legg þetta hér með út í dimmt og drungalegt kosmósið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -