Miðvikudagur 7. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Kaupfélagsstjórinn frá Djúpavogi sem hvarf: Fór til Reykjavíkur til að kaupa hús fyrir fjölskylduna

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Jón Sigurðsson, fimmtugur fyrrum kaupfélagsstjóri austur á Djúpavogi fór til Reykjavíkur árið 1945. Tilgangurinn var að kaupa sér hús svo hann gæti sest þar að með fjölskyldu sinni. En eftir að hann hafði dvalið um skeið í borginni þar sem hann fékk inni hjá nokkrum vinum og kunningjum hvarf Jón. Nánar tiltekið hvarf hann 5. mars það ár.

Blessuð sé minning Jóns

Jón var ekki eini karlmaðurinn sem hafði horfði í Reykjavík um þetta leyti en áður höfðu fjórir aðrir týnst en tveir þeirra fundust látnir. Því miður átti það eftir að reynast örlög Jóns einnig.

Morgunblaðið fjallað svo um hvarf Jóns:

Einn maðurinn horfinn enn

Maður þessi er Jón Sigurðsson fyrv. kaupfjelagsstjóri á Djúpavogi, og er hans saknað síðan á mánudag 5. þ.m.
Jón Sigurðsson kom hingað til bæjarins fyrir mánuði síðan og bjó hjer hjá ýmsum kunningjum sínum. Síðast er vitað um hann s.l. mánudagsmorgun.
Þrátt fyrir eftirgrenslan rannsóknarlögreglunnar hefir ekki tekist að fregna ferðir hans síðan. 

Jón er 50 ára gamall, fæddur 4. okt. 1894. Hann er meðalmaður á hæð og gildleika með svart hár, sem lítið er farið að grána, skegglaus. Hann var í gráum fötum og gul-gráum rykfrakka, beltislausum, og með gráan hatt á höfði. 
Eftir því sem vitað er, var hann peningalaus, en tjekkhefti á Búnaðarbankann mun hann hafa haft á sjer.
Rannsóknarlögreglan biður þá, er kynnu að hafa orðið ferða Jóns varir þann 5. þ.m. eða eftir þann tíma, að tilkynna það þegar.
Á s.l. 7 mánuðum hafa fjórir menn horfið og til tveggja þeirra hefir ekkert spurst, en tveir fundust örendir. Mennirnir eru: Magnús Júlíusson bílstjóri er hvarf 24 ágúst f.á. 
Lík hans rak á Akranesi þann 15. sept. s.l. Halldór Jónsson, til heimilis í Elliheimilinu,
hvarf þ. 22. des. s.l. Lík hans fanst hjer í bænum 28. des. Hannes Pálsson bifvjelav., hvarf 4. jan. s.l. Til hans hefir ekkert spurst síðan og ekki heldur til Baldurs Guðmundssonar,
Garðastr. 2, er hvarf 1. febr. s.l.

- Auglýsing -

Tveimur mánuðum síðar fundu tveir drengir lík Jóns Sigurðssonar við hafnargarðinn sem liggur við Örfirisey. Var líkið skorðað í urðinni við garðinn en engir áverkar voru á líkinu og fötin óskemmd.

Þjóðviljinn sagði frá líkfundinum:

Lík Jóns Sigurðssonar fundið

- Auglýsing -

Lík Jóns Sigurðssonar kaupfélagsstjóra frá Djúpavogi, sem hvarf héðan úr bœnum 5. marz s.l., fannst í fyrradag við hafnargarðinn er liggur austur frá Örfirisey. Tveir drengir fundu líkið, þar sem það var skorðað í urðinni við garðinn. Enginn áverki var á líkinu og fötin óskemmd. Skjöl voru í vösunum, þ. á. m. sparisjóðsávísunarbók, tékkhefti o. fl. smávegis. Peningar fundust engir, enda var talið fullvíst að Jón heitinn hefði enga peninga haft á sér er hann hvarf.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -