Föstudagur 13. september, 2024
9.8 C
Reykjavik

Kerlingarfjallagabbið gæti verið erlent: „Það er ekk­ert sem bend­ir til ann­ars“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mögulegt er að neyðarskilaboðin sem voru send til Neyðarlínunnar um erlenda ferðamenn fasta í helli í Kerlingarfjöllum komi frá útlöndum en Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að það komi vissulega til greina en það sé ennþá verið að vinna úr gögnum.

„Það er ekk­ert sem bend­ir til ann­ars,“ sagði Sveinn við mbl.is þegar hann var spurður hvort hægt væri að fullyrða að beiðnin væri falsboð.

Eins og fjallað hefur verið ítarlega um í fjölmiðlum þá var farið strax að leita að ferðamönnunum þann 5. ágúst en var leitinni hætt daginn þegar grunur lék á að um falsboð væri að ræða. Tæplega 200 manns tóku þátt í leitinni og óhætt er að segja að tíma margra hafi verið sóað í ekkert.

Falsboð eru að sögn Svein mjög sjaldgæf og man hann sjálfur aðeins eftir einu svipuðu atviki en slíkt átti sér stað fyrir rúmum 20 árum. Þá sagði hann einnig að blekkingar sem þessar brjóti hegningarlög og gætu þeir einstaklingar sem senda falsboð fengið þriggja mánaða fangelsisdóm hafi lögreglan hendur í hári þeirra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -