Þriðjudagur 28. mars, 2023
-2.8 C
Reykjavik

Kettlingadauðinn á Eskifirði: Málið verður kært til lögreglu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þorsteinn Bergsson starfsmaður Matvælastofnunar segir í samtali við Austurfrétt að atvikið verði kært til lögreglu, enda sé um að ræða alvarlegt brot á dýravelferð.

Um helgina kom fram í fréttum að börn á Eskifirði hafi fundið dauða kettlinga í á sem rennur í gegnum miðjan bæinn. Eru taldar allar líkur á að dýrunum hafi verið drekkt.

Samkvæmt 45. grein í lögum um dýravelferð segir:

„Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu metur Matvælastofnun hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá stofnuninni. Ef brot eru meiri háttar ber Matvælastofnun að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins.“

Börn fundu dauða kettlinga á Eskifirði: „Þetta er ekkert nema dýraníð“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -