Föstudagur 26. maí, 2023
5.8 C
Reykjavik

Keyptu lúxusjeppa fyrir 15 milljónir – Leyndarhjúpur um bílakaup fyrir toppa Íslandsbanka

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sjö lúxusbifreiðar voru keyptar nýlega handa stjórnendum Íslandsbanka. Leyndarhjúpur virðist hins vegar vera yfir heildarupphæð kaupanna og yfir tegundum bifreiðanna og hverjir fá að njóta.

Ellefu æðstu stjórnendur Íslandsbanka fá svokölluð bílahlunnindi hjá bankanum. Samkvæmt Eddu Hermannsdóttur samskiptastjóra bankans, setti Íslandsbanki þá stefnu að greiða ekki fyrir jarðefnaeldsneyti árið 2023, í samræmi við sjálfbærnistefnu bankans. Í kjölfarið hafi sjö í framkvæmdastjórn endurnýjað bíla á síðustu mánuðum og misserum í raf- eða twin bíla og greiða þá sjálfir fyrir jarðefnaeldsneytið. „Hjá Íslandsbanka eru 11 æðstu stjórnendur með bílahlunnindi. Bílahlunnindin dragast af föstum mánaðarlaunum, nema hjá bankastjóra,“ sagði Edda, aðspurð um málið.

Samkvæmt heimildum Mannlífs fengu fimm stjórnendanna bifreiðar að gerðinni Land Rover Defender 3 OD V6 eða sambærilegar að verði frá bankanum nýlega. Land Rover sem um ræðir er metinn á um 15. milljónir króna. Einn þeirra sem fékk þá gerð er Ágúst Hrafnkelsson, yfirmaður innra eftirlits bankans, sem er að sögn Eddu einn af æðstu stjórnendum bankans og heyrir beint undir stjórn Íslandsbanka.

Í samtali við Mannlíf sagðist Edda ekki geta sagt blaðamanni hvaða bílategundir hafa verið keyptar og hvað þær kostuðu.

„Gefum það því miður ekki upp en eins og segir þá eru þetta bílar sem samræmast sjálfbærnistefnu.“ Aðspurð hvort bílakaupin sjálf séu dregin frá launum stjórnenda, svaraði Edda: „Bílahlunnindi sem eru frádregin reiknast út frá virði bifreiðar.“

Mannlíf spurði Eddu hvað stjórnendurnir væru að greiða mikið á mánuði upp í virði bifreiðanna en Edda benti blaðamanni á Skattinn. „Það væri best að skoða útreikninginn á síðu Skattsins en í svona upphæðum eru bílahlunnindi að hlaupa á hundruðum þúsunda sem dragast frá launum,“ svaraði Edda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -