Þriðjudagur 26. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Kínverji kaupir íslenskt vatn: „Allt gerist þetta fyrir framan nefið á steinsofandi stjórnvöldum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í nýrri bloggfærslu Ögmundar Jónassonar, fyrrum alþingismanns, hneikslast hann á sölu Jóns Ólafssonar á íslensku lindarvatni út fyrir landsteinanana.

Í færslunni, sem hann nefnir Látum ekki stela vatninu frá okkur, talar Ögmundur um frétt Morgunblaðsins um sölu á íslensku lindarvatni til kínversks auðjöfurs. „Allt gerist þetta fyrir framan nefið á steinsofandi stjórnvöldum sem virðast ekki gera sér grein fyrir að um er að ræða mestu framtíðarverðmæti jarðarinnar: hreint vatn,“ skrifar Ögmundur og bætir við að hann telji að kínverski auðjöfurinn „viti nákvæmlega hvað hann er að gera.“ Segir ráðherrann fyrrverandi að það „dapurleg hlutskipti“ þingmanna dagsins í dag að vera minnst fyrir að „ hafa hvorki haft þor né dug til þess að standa vaktina í þágu almannahagsmuna.“

Færsluna má lesa hér:

Látum ekki stela vatninu frá okkur

Á vefsíðu Morgunblaðsins segir frá sölu á íslensku lindarvatni út fyrir landsteinana:
“Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hef­ur kín­verski auðjöf­ur­inn Jack Ma komið að viðskipt­un­um en hann byggði upp mikið viðskipta­veldi í gegn­um vefsíðuna Ali­baba. Jón seg­ist aðspurður mundu fagna aðkomu Ma að fyr­ir­tæk­inu enda geti það skipt sköp­um.”

Allt gerist þetta fyrir framan nefið á steinsofandi stjórnvöldum sem virðast ekki gera sér grein fyrir að um er að ræða mestu framtíðarverðmæti jarðarinnar: hreint vatn. Enda held ég að umræddur Ma viti nákvæmlega hvað hann er að gera. Jón Ólafsson segir það geta skipt sköpum að fá erlendan billjónera að kaupunum. Það held ég að sé hárrétt, fyrir báða aðila, kaupendur og Íslendinga framtíðarinnar.

- Auglýsing -

Það er dapurlegt hlutskipti þeirra sem nú sitja á Alþingi að þeirra verði minnst fyrir að hafa hvorki haft þor né dug til þess að standa vaktina í þágu almannahagsmuna.

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi vatnsins hér á þessari síðu eins og sjá má ef farið er undir leitar-stækkunarglerið og spurt um vatn. Til dæmis hér: https://www.ogmundur.is/is/greinar/70-x-60-x-60-x-24-6048000

Og hér:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/getur-thad-verid-2

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -