Fimmtudagur 30. júní, 2022
11.8 C
Reykjavik

KITL með uppistand á Kex í kvöld: „Grín er eitthvað sem er nauðsynlegt í lífinu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í kvöld munu stöllurnar í Kitl koma saman á Kex með bráðfyndna uppistandssýningu. Mannlíf heyrði í einum grínistanum, Hildi Birnu Gunnarsdóttur.

„Það var komin mikil þörf hjá okkur vinkonum mér og Kristínu Maríu að gera standa upp, og lögðum við því höfuðið í bleyti. Hvaða skemmtilegu manneskjum langar okkur að skemmta með. Datt okkur það snjallræði í hug að hafa samband við Lovísu og Auði og þær sögðu strax já. Svo þannig kom nú til að uppistandshópurinn KITL varð til,“ sagði Hildur hress í bragði.
Hvernig grín verður á sviðinu í kvöld?

„Við erum mjög ólíkar manneskjur en höfum allar þörf fyrir að gleðja fólk. Aðkoma okkar að gríni er ólík. Allar skoðum við lífið og tilveruna á mismunandi hátt. Bakgrunnur okkar er af öllum toga. Ein af okkur á haug af börnum og ein er með fullt hús af hundum. Ein er alvöru lögfræðingur, ein er alvöru rithöfundur ein er alvöru kvikmyndagerðarkona og ein er verkstjóri … stórmerkileg blanda. Grín er eitthvað sem er nauðsynlegt í lífinu, og flest sem við lendum í er pínu fyndið svona í baksýnisspeglinum. Til dæmis er mjög fyndið að það fari svo lítið fyrir manni að maður gleymist eða að eldast og verða miðaldra KONAN. Pælingar í skömminni og allt þar á milli.“

Uppistandið byrjar klukkan 20:30 á Kex hostel í kvöld.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -