Mánudagur 16. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Kjördagur – 277.127 á kjörskrá: „Maður gengur út í sól og blíðu, vor og fuglasöng“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
277.127 eru á kjörskrá í 69 sveitarfélögum landsins þegar gengið verður til sveitarstjórnarkosninga í dag; 140.688 karlar og 136.365 konur.
Kjósendur eru flestir í Reykjavík eða 100.405, en samtals eru kjósendur í sveitarfélögunum sjö á höfuðborgarsvæðinu 177.816. Á vef Þjóðskrár má nálgast frekara talnaefni varðandi kosningarnar og fá upplýsingar um það hvar það á að kjósa. Gildandi kjörskrá miðast við lögheimili fólks 6. apríl á þessu ári.

Kjörstaðir opnir frá 9 – 22.00

Í frétt fréttastofu RÚV segir að æplega 24.000 séu á kjörskrá í 15 sveitarfélögum á Suðurlandi og litlu færri, rúmlega 23.400, í 11 sveitarfélögum á Norðurlandi eystra. Tæplega 21.000 eru á kjörskrá í fjórum sveitarfélögum Suðurnesja og tæp 12.500 á Vesturlandi, þar sem sveitarfélögin eru 9.

Nær 8.000 hafa kosningarétt í fjórum sveitarfélögum Austurlands. Rúmlega 5.500 eru á kjörskrá á Norðurlandi vestra, þar sem sveitarfélög eru nú fimm talsins, og  5.259 eru á kjörskrá hinna níu sveitarfélaga á Vestfjörðum.

Sjálfkjörið er í tveimur sveitarfélögum, Tjörneshreppi og Sveitarfélaginu Skagaströnd, þar sem aðeins einn listi er í framboði á hvorum stað. Kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu fyrir hádegi og verða flestir opnir til klukkan 22 í kvöld. Þó er kjörstjórnum heimilt að opna kjörstaði síðar og loka þeim fyrr ef aðstæður leyfa.

Maður gengur út í sól og blíðu

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri ásamt Örnu Dögg Einarsdóttur og dóttur þeirra Ragnheiði Huldu Dagsdóttur. Mynd/Skjáskot Vísir

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist vongóður fyrir komandi dag. Hann mætti á kjörstað í Ráðhúsinu í morgun og sagðist bjartsýnn fyrir daginn og hvatti fólk til að kjósa og það snemma. Þá ættu kjósendur Eurovisionkvöldið eftir.

„Maður gengur út í sól og blíðu, vor og fuglasöng,“ sagði Dagur um það hvernig dagurinn byrjaði. Hann sagðist með fiðrildi í maganum en hann væri bjartsýnn og sagði að kosningabaráttan hefði verið skemmtileg.

Hann sagði baráttuna hafa verið styttri en venjulega. Allt hafi verið svolítið seinna í gang og kjördagur hafi verið fyrr en venjulega.

- Auglýsing -
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10. Mynd/Skjáskot Vísir
Sanna Magdalega Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins tók daginn snemma og mætti á slaginu níu í Vesturbæjarskóla. Mynd/Skjáskot Vísir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -