Laugardagur 14. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Kjörklefakúkarinn – skeindi sig með kjörseðlinum og setti í kjörkassa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rétt fyrir lokun kjörklefa í apríl árið 2009, gekk kona inn á kjörstað í Borgarskóla í Grafarvogi. Konan, sem var 26 ára gömul, hafði þó ekki mætt til þess að kjósa þennan daginn  heldur kúkaði hún inni í kjörklefanum og skeindi sig á kjörseðlinum. Að því loknu braut hún seðilinn saman og skilaði honum í kjörkassann. Ekki leið á löngu þar til gjörningurinn ógeðfelldi uppgötvaðist en konan tók myndband af því sem fór fram í klefanum og birti það á heimasíðu aðgerðasinna, aftaka.org. Myndbandið var fyrst um sinn aðgengilegt á Youtube en var það fjarlægt stuttu síðar.

Konan hlaut viðurnefnið Kjörklefakúkarinn í kjölfarið og það af augljósum ástæðum. Flestir fjölmiðlar landsins fjölluðu um málið en vildi Erla S. Árna­dótt­ir, formaður yfir­kjör­stjórn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður, lítið tjá sig um uppákomuna. „Ég hef ekki séð þetta myndband,“ sagði hún og bætti við að framkvæmd kosninganna hefði gengið vel fyrir sig. Aðspurð hvort að lögregla hafi verið kölluð til vegna kjörklefakúkarans, hló Erla og spurði: „Til þess að hjálpa honum þá?.’’

Kjörklefakúkarinn hafði verið handtekin skömmu fyrir kosningarnar fyrir hústöku og mótmæli á Vatnsstíg. Hópur fólks hafði komið sér fyrir í óleyfi í húsi við götuna og neitaði að yfirgefa það, þrátt fyrir fyrirmæli lögreglu. Fimmtán karlar og sjö konur voru handtekin, þar á meðal kjörklefakúkarinn.
Þrettán ár eru liðin frá því að kúkað var í kjörklefann og hefur ekkert sambærilegt atvik komið upp síðan þá. Kjörklefakúkarinn hefur þó tekið virkan þátt í mótmælum síðan þá.

Samkvæmt heimildum Mannlífs er síðasti gjörningur sem Kúkarinn tók þátt í tiltölulega nýr. Var það þegar styttunni, af Guðríði Þorbjarnardóttur, var stolið og komið fyrir í öðru listaverki. Styttan sem er frá árinu 1939, hvarf í vor, en birtist skömmu síðar inn í eldflaug á skotpalli. Listakonurnar sem stóðu á bakvið eldflaugina sögðu styttuna af Guðríði vera rasíska og best væri því að skjóta henni út í geim. Erfiðlega gekk að ná Guðríði til baka en nokkrum vikum síðar, þann 28.maí, var hún sett aftur á sinn stað við hátíðlega athöfn.

Heimildir:
https://www.visir.is/g/2020102244d
https://www.visir.is/g/20222268575d
https://www.visir.is/g/2020101756d
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/04/27/skeindi_sig_med_kjorsedli/

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -