Fimmtudagur 28. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Klara bálreið eftir göngu í Grafarholti – „Ég er mjög hrædd við þá“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Klara nokkur, íbúi í Grafarvogi, lætur ekki bjóða sér það lengur að mæta hundum í lausagöngu í gönguferðum sínum á Reynisvatnsheiði. Hún segist lifandi hrædd við hundana enda hafi hún verið bitin af einum slíkum fyrir nokkru.

Klara opnar á umræðuna í hópi hverfisbúa á Facebook. Þar segir hún:

„Æ oftar mæti ég fólki sem er með lausa hunda. Hefur það komið fyrir að hundar hafa komið hlaupandi á móti mér og stokkið upp á mig. Ég er ekki sátt við það þar sem ég hef verið bitin af hundi. Ég hef nefnt það við eigendur hundana að hafa þá í bandi en fengið þau svör að þau mættu hafa þá lausa,“ segir Klara og heldur áfram:

„Eftir að hafa lent í sömu aðstöðu í morgun þá fór ég og kannaði hvort þetta væri í raun leyfilegt. Lausaganga hunda er leyfð á Reynisvatnsheiði en EKKI á göngu, reið og akstursvega/-slóðum né einkalóðum á svæðinu. Vona ég að hundaeigendur virði þessa reglu og hafi hundana sína í ól á göngu, reið og akstursvegaslóðum.“

Fjölmargir íbúar blanda sér í umræðun og virðast flestir þeirra vera á bandi Klöru. Að minnsta kostir er Dagrún það. „Svo innilega sammála! Mér finnst mjög óþægilegt að mæta lausum hundum og ég er mjög hrædd við þá,“ segir Dagrún. Og Ragnheiður er það líka. „Svo sammála, allt of oft sem maður rekst á lausa hunda út um allt og mætir svo dónaskap og jafnvel árásargirni af eigendum ef maður vogar sér að segja eitthvað,“ segir hún.

Inga nokkur vill heldur ekki sjá hundana á göngustígunum. „Við eigum ekki að vera hrædd á göngustígum á holtinu. Ég óttast marga hunda,“ segir Inga. Og Elli hefur líka slæma reynslu. „Gæti ekki verið meira sammála!! Ég var svo hrædd síðasta vetur þegar ég gekk um svæðið og ég var ólétt. nokkrum sinnum var hunda hoppa á móti mér og gelta. Flestir hundarnir sem ég hef hitt hafa verið góðir en þessir fáu tilteknu hundar gerðu mig bara svo hrædda við þá alla,“ segir Elli.

- Auglýsing -

Telma er vonsvikin með umræðuna því hvergi líði dýrunum betur en lausum á heiðinni. „Maður sér dýrin ekki jafn hamingjusöm eins og á hlaupum um heiðina. Getur fólk plís hætt að kvarta og pirra sig á öllu. Hvernig á ég að geta þjálfað hundinn minn í t.d. innkalli þegar hún fær aldrei að æfa sig? Þessi heiði er einn af bestu stöðum landsins fyrir hunda að fá að vera hundar. Þið hin sem eruð hrædd getið farið annað, segir Telma ákveðin.

Ögmundur slær á létta stengi. „Hundafólk! Þetta er ekki flókið. Þú prentar út kort sem sýnir göngu- og reiðstíga, þú sýnir hundinum þínum kortið og útskýrir mjög vel fyrir honum að hann megi alls ekki fara inn á þessa stíga! Það gæti jafnvel hjálpað að þú horfir í augun á honum og hleypir aðeins í brýrnar, til þess að hundurinn skilji alvarleika málsins!!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -