Fimmtudagur 25. maí, 2023
6.8 C
Reykjavik

Kleini í einlægu viðtali: „Þegar ég drakk breyttist ég í manneskju sem ég er ekki stoltur af“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kleini er búinn í áfengismeðferð og tilbúinn í næstu skref sem breyttur maður.

Kristján Einar Sigurbjörnsson eða Kleini eins og hann kallar sig, hefur nú lokið áfengismeðferð sinni í Krýsuvík en mikið hefur gengið á í lífi hans síðastliðið ár. Fyrst vakti hann athygli sem unnusti Svölu Björgvins og á sama tíma varð Instagram-reikningur hans vinsælli og vinsælli. Samband þeirra endaði svo er Kleini mátti dúsa í fangelsi á Malaga á Spáni í átta mánuði fyrir líkamsárásir en hann kom til landsins í nóvember í fyrra. Mannlíf spjallaði við Kleina og ræddi við hann um meðferðina og næstu skref í lífi hans.

„Já það er rétt núna er meðferðinni inni á stofnun lokið, en núna tekur raunverulega vinnan við. Þarna inni var mér sagt og kennt hvað sjúkdómurinn er,hvernig hann virkar og hvernig hann er meðhöndlaður, mér voru rétt verkfæri sem núna er á minni ábyrgð að nota eins og mér var kennt,“ svarar Kleini aðspurður hvort meðferðinni sé lokið. Hann segist hafa lært margt á Krýsuvík.

„Það sem ég lærði þarna inni var margt. Ég hélt alltaf að ég væri veikburða því þegar ég drakk þá gat ég ekki stoppað, skildi aldrei af hverju og ég leit a það sem aumingjaskap að geta ekki haft stjórn á hvenær ég myndi leggja glasið frá mér, datt ekki í hug að ég væri með sjúkdóm en svo er víst, ég er alkahólisti með sjúkdóm sem tók það frá mér að hafa rökhugsun og styrk til þess að stoppa drykkjuna þegar hinn venjulegi maður hefði stoppað. Þegar ég drakk breyttist ég í manneskju sem ég er ekki stoltur af, og núna er minn tími til þess að bæta upp fyrir það og taka ábyrgð.“

Kleini segir að það þýði ekki lengur að horfa alltaf í baksýnisspegilinn, það valdi bara nýjum árekstrum.

„Ég lifði mikið í fortíðinni og drakk út á það, en þarna inni lærði ég það að þú getur ekki keyrt bíl áfram með því að horfa í baksýnisspegilinn, ef keyrt er bíl einungis horfandi í baksýnisspegilinn þá lendir þú bara í nýjum árekstrum, til þess að geta þróast og bæta þinn mann hvern dag, verður þú að geta horft í gegnum frammrúðu bílsins. Þú getur lært af fortíðinni en ekki lifað í henni. Og það er það sem eg er að gera núna. Ég var sjálfselskur, ég um mig frá mér til mín.“

- Auglýsing -

Kleini segist hafa breytt viðhorfi sínu í meðferðinni. Nú sé draumurinn að hjálpa öðrum karlmönnum í sömu stöðu og hann var í.

„Þarna inni breyttist mitt viðhorf, núna er minn tilgangur að hjálpa þeim karlmönnum sem hafa upplifað svipaða hluti og eru að ganga í gegnum erfiðleika. Vera eyru sem hlusta og vera maður til þess að gefa ráð og rétta út hjálparhönd fyrir þá veiku einstaklinga sem enn eru úti að berjast, ég get ekki bjargað öllum en fyrir hvern einasta sem ég næ að hjálpa þó ekki sé nema örlítið, það lít ég á sem stórsigur.“

En hvað tekur þá við nú þegar meðferðinni er lokið?

- Auglýsing -

„Það sem tekur við núna er dagleg vinna að móta þann mann sem ég vil vera, vera til staðar fyrir mitt fólk og gefa frá mér til þeirra manna sem þurfa á því að halda. Ég vil byrja á að bæta upp þann skaða og sorg sem ég hef ollið fjölskyldu og vinum í kringum mig. Ég hef mikið til að bæta upp fyrir og það mun taka sinn tíma ég veit það og er tilbúinn að gera vinnuna. En að sjálfsögðu eru lika mikið af stórum plönum sem eru í vinnslu sem ég get því miður ekki uppljóstrað alveg strax. En það mun vera gert opinbert eftir ekki of langan tíma,“ sagði Kleini dularfullur.

Eins og áður segir er Kleini vinsæll á Instagram. Mannlíf spurði hann hvort áreitið sé ekki mikið vegna þess og hvernig hann höndli það.

„Ég er búin að vera díla við mikið áreiti frá almenning í mörg ár, svo það er ekkert nýtt fyrir mér, en hugarfarið mitt er breytt svo ég tek öllu þessu áreiti með auðmýkt og kærleik. Fæ nánast einungis falleg skilaboð sem ég kann að meta og varðveiti. Og í þau fáu tilfelli sem leiðinleg skilaboð eiga sér stað þá hugsa ég að ef þetta lætur aðilanum liða betur þá er það gott, því ég tek þetta ekki inn á mig og ef þetta er eitthvað sem hann eða hún þurfti að koma frá sér af einhverjum ástæðum, þá dæmi ég það ekki og sýni enga gremju gegn aðilanum, ég sýni skilning og átta mig á að þessum aðila líður ekki vel. Ég þekki það hvernig það er að vera á þeim stað, að vera reiður út af öllu og engu og ef manneskjan vill að ég sé sá boxpúði, þá er ég með breitt bak og get tekið það án þess að það skaði mig.“

En hvernig líður Kleina?

„Mér líður… mér líður vel að vera að hjálpa öðrum, mér líður vel að hafa fjölskylduna mina og vini, mér líður vel með fólkið í kringum mig, ég er ánægður með sjálfan mig að vera breytast. Og það sem mér líður ekki vel yfir eru ekki hlutir sem ég hef áhyggjur af, ég trúi því að með því að gefa af sér og lifa í kærleg þá blessast allt á endanum. Guð sér allt.“

Mannlíf spurði Kleina hvort hann hefði einhver lokaorð og það stóð ekki á svari.

„Það sem ég vil segja að lokum er: Strákar, sem eru  enn úti að berjast. Rífið ykkur upp og farið að vinna vinnuna, það er enginn að fara gera það fyrir ykkur og ef þið hafið engan að tala við, þá getið þið talað við mig.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -