Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Kolbrún hefur áhyggjur af börnum við gosstöðvarnar: „Hafa börnin orðið örmagna“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að tilmæli verði gefin út um göngu barna að gosinu.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, sendi frá sér tilkynningu þar sem hún segist vilja sjá að tilmæli verði gefin út um göngu barna í gosinu en í gær var sagt frá því í fréttum að pari með tvö örmagna börn var hjálpað við gosstöðvarnar í gær en litlu mátti muna að illa færi.

„Ég er sálfræðingur og er umhugað um velferð barna eins og okkur öllum er. Ég vil þess vegna að að yfirvöld og umboðsmaður barna gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki alvarlega þegar þeir eru beðnir um að fara EKKI með ung börn sín að gosstöðvunum og að þau fari heldur ekki með stálpuð börn sem vegna ungs aldur geta lent í vandræðum á þessari erfiðu leið,“ segir Kolbrún í tilkynningunni.

Þá minnir hún á tilkynningaskyldu 16. gr. barnaverndarlaga:

„Minnt er á tilkynningarskyldu 16. gr. barnaverndarlaga sem kveða á um að:
 „Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barni sé stefnt í hættu“.“

Að lokum minnist hún á fréttina frá því gær:

- Auglýsing -

„Dæmi eru um að foreldrar hafi farið með börn sín í ferð að gosstöðvunum og hafa börnin orðið örmagna. Þetta hafa sumir foreldrar gert þrátt fyrir ráðleggingar um að gera þetta EKKI. Í fréttum nú í hádeginu var haft eftir björgunarsveitarmanni að hann hafi fengið „illt í hjartað þegar hann sá fólk koma niður og börnin hálfpartinn dregin áfram vegna þess að þau voru alveg uppgefin“.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -