Miðvikudagur 29. júní, 2022
14.8 C
Reykjavik

Kolbrúnu blöskraði úti í búð: „Hafa ekki einu sinni siðferði til að skammast sín“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kolbrúnu nokkurri blöskraði nýverið eftir að hafa farið að versla í matvöruverslun hér á landi. Þá rak hún augun í verðlagningu vörunnar sem hana langaði í í erlendri mynt og varð hún orðlaus yfir verðmuninum. Í upprunalandinu kostaði varan því sem nemur rúmum 500 krónum á meðan hún kostar tæpar 1.800 krónur hér. Munurinn er hátt í 350 prósent.

Kolbrún vekur mál á muninum í fjölmennu samfélagi á Facebook, Vertu á verði – eftirlit með verðlagi. Þar segir hún:

Mér blöskrar stundum verðlagning hér heima þegar maður sér á umbúðunum hvað varan ætti að kosta. Hér u.þ.b 522 kr en selt á 1.799.“

Um er að ræða bbq-legna kjúklingastrimla sem kosta 3 pund í upprunalandinu.

Fjölmargir meðlimir hópsins taka undir með Kolbrúnu og segja fátt geta réttlætt þennan verðmun. Aðrir segja ekki hægt að bera þetta saman. Ásgeir er ekki sáttur með samanburðinn. „Vægast sagt fáránleg rök, þarna á eftir að flytja matinn til landsins, stærð markaðar, virðisaukaskattur og aðkomugjöld,“ segir Ásgeir ákveðinn. 

Karl nokkur er hins vegar ekki sannfærður. „Þetta hlýtur að vera fullt verð í búð þarna úti með öllum sköttum og gjöldum sem eru væntanlega dregin frá við útflutning,“ segir Karl.

Helena skilur ekkert í þessum svakalega mun. „Var einmitt að skoða þetta um daginn, hafa ekki einu sinni siðferði til að skammast sín yfir svona svart á hvítu græðgi,“ segir Helena. Og Óðinn veit alveg hverjum sé um að kenna. Þökkum bændamafíunni í slagtogi við framsóknarmenn allra flokka að þetta sé svona,“ segir Óðinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -