Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Kommentin krufin – Höfundur athugasemdar um Svölu: „Hann var að slást og selja dóp hérna á Spáni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Nú, hinn maðurinn lenti í steininum af því að hann var að slást og selja dóp hérna á Spáni, eftir því sem ég best veit,“ segir Una, aðspurð um athugasemd sem hún ritaði á Facebook í tengslum við nýtt samband Svölu Björgvinsdóttur.

Um er að ræða athugasemd undir frétt Fréttablaðsins, sem birt var á Facebook-síðu miðilsins, um það að tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir væri komin í nýtt ástarsamband. Svala sagðist þar vera mjög hamingjusöm.

Við fréttina skrifaði Una: „Vonandi ekki annar dópsali, en það er þó alltaf betra að fá dópið frítt.“

Svala ákvað að hunsa ekki athugasemd Unu, heldur skrifaði á móti: „Elsku þú. Rosalega ertu óviðeigandi! Ég hef aldrei á ævi minni tekið eiturlyf og ég drekk ekki einu sinni áfengi, vonandi líður þér vel að tala svona um persónu sem þú þekkir ekki neitt. Sendi þér faðmlag því þú þarft greinilega á því að halda.“

Athugasemd Svölu vakti mikil viðbrögð og hafa yfir 700 manns brugðist við henni. Mikið af athugasemdum hafa verið skrifaðar undir færslu Unu og virðast flestir telja hana hafa gengið of langt með ummælum sínum. „Til hamingju með mesta óþarfa og smekklausa komment dagsins,“ segir einn aðili til að mynda.

Mynd/skjáskot: Facebook-Fréttablaðið

Mannlíf ákvað að slá á þráðinn til Unu fyrir liðinn „Kommentin krufin“ og fá að heyra frá henni sjálfri hvað hafi vakið fyrir henni þegar ummælin voru rituð og hvað hún ætti þar við. Skemmst er frá því að segja að Una var ekki sérstaklega kát með símtal blaðamanns.

- Auglýsing -

„Tékkarðu á öllum hinum athugasemdunum líka?“ spyr Una. „Ég bara sagði þetta og ég hef ekkert meira um það að segja, sorrí.“

Þannig að þú stendur við þessi ummæli?

„Já. Það er mjög gott að fá dópið frítt ef þú notar það. Hún segist ekki nota það, það er gott. En ég vona að strákurinn sé ekki annar dópsali. Hvað er að því að ég voni það? Það er ekkert athugavert við það!“

- Auglýsing -

En þú sást að hún svaraði þér?

„Já, já.“

Og henni þótti þetta óviðeigandi athugasemd.

„Já, já.“

En þér finnst það ekki?

„Nei, en ef hún vill misskilja hana þá er henni það velkomið. Það kemur mér ekkert við hvernig þið lesið út úr því sem ég skrifa. Ekki meira heldur en hvað þið hafið áhyggjur af því hvernig fólk les fréttirnar ykkar.“

Hvernig myndir þú vilja að lesið yrði út úr athugasemdinni?

„Bara eins og ég orða það. Vonandi er þetta ekki annar dópsali. Hvað er að þér? Af hverju ætti ég að meina eitthvað annað en stendur þarna?“

Una sagðist þá standa við orð sín í athugasemdakerfinu. Hún sagði það ekki skipta sig máli hvernig fólk læsi út úr ummælunum.

Aðspurð sagðist hún allt eins geta viðhaft ummælin í persónu.

„Já, afhverju ekki? Guð minn góður, ekki vona ég það að þessi strákur sé einhver dópsali! Hvað er að þér?“

Fólk er eindregið hvatt til þess að muna að aðgát skal höfð í nærveru sálar – og að athugasemdakerfi eru opinber vettvangur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -