Kona ráfaði um á sokkunum í úthverfi og 3 í steininum eftir nóttina

top augl

Um 80 mál voru skráð hjá lögreglu í nótt. Mestur virðist erillinn hafa verið í miðborginni.

Tilkynnt var um konu sem ráfaði um úthverfi borgarinnar á sokkunum einum sama og var henni ekið í húsaskjól. Ekki er vitað hvað henni gekk til.

Nokkuð var um ölvun og slagsmál í miðbænum og gistu þrír aðilar í steininum eftir nóttina.

Sjö manns voru teknir fyrir akstur undir áhrifum ýmist áfengis eða annara vímugjafa og einn var kærður fyrir að aka þrátt fyrir að hafa áður verið sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni