- Auglýsing -
Tveir voru handteknir á Selfossi í gær vegna andláts sem átti sér stað í heimahúsi í bænum í gær. Lögreglan á Suðurlandi hefur greint frá því að konan sem lést hafi verið á þrítugsaldri. Í tilkynningu lögreglunnar segir að unnið sé að rannsókn málsins af fullum þunga með liðsinni tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þá er rannsóknin sögð beinast að því að upplýsa með hvaða hætti konan lést. Karlmennirnir tveir sem eru í haldi lögreglu eru báðir á þrítugsaldri en lögreglu barst tilkynning um málið um klukka hálf þrjú í gær.
Fréttin verður uppfærð.