Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Köttum vísað á dyr eftir COVID: „Fólk komst til útlanda og hreinlega setti frá sér kettina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Covid var okkur ekki hliðhollt, hvorki í veikindum né kisum því að fólk var að taka að sér kisur af því það þurfti að vera heima, vinna heima eða eitthvað álíka og kisur eru náttúrulega frábær félagsskapur. Svo leið þetta tímabil, fólk komst til útlanda og hreinlega setti frá sér kettina. Setti þá út. Við erum að finna ketti á Suðurnesjum sem líklega komu héðan úr bænum.“

Þetta segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta, í samtali við RÚV. Hún segir nærri tvöhundrð ketti nú leita að nýju heimili. Arndís segir að fólk hafa losað sig unnvörpum við ketti eftir að COVID leið hjá.

„Við tökum að meðaltali 600 ketti inn á ári. Hér áður voru það um 200 kettir sem voru vergangskisur og 400 villikisur. En þetta hefur alveg snúist við og mér sýnist að þetta árið verði 500 vergangs- og 100 villikisur,“ segir Arndís.

Hún segir ekki óalgengt að fólk aki með ketti í önnur sveitarfélög og skilji þá eftir þar. Þessum hópi fer stækkandi að sögn hennar. „Því miður,“ segir Arndís.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -