Föstudagur 13. september, 2024
1.8 C
Reykjavik

Krafist gæsluvarðhalds yfir manni á fimmtugsaldri – Skýr mynd komin á morðin í Neskaupstað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Krafist verður gæsluvarðhalds yfir manni á fimmtugsaldri sem grunaður er um að vera valdur að andláti hjóna á áttræðisaldri í Neskaupstað í gær. Lögreglan er komin með nokkuð skýra mynd á atburðarásina.

Nokkuð skýr mynd er komin á atburðina sem varð til þess að eldri hjón fundust látin í íbúð sinni á Norðfirði í gær. Þetta hefur Austurfrétt eftir lögreglunni á Austurlandi. Þá kemur einnig fram í fréttinni að gæsluvarðhalds verði krafist yfir manninum sem grunaður er um að hafa myrt hjónin.

„Vettvangsrannsókn er enn í gangi en við teljum okkur vera komna með nokkuð skýra mynd af því sem gerðist,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi í samtali við Austurfrétt. Samkvæmt tilkynningu sem lögreglan birti í morgun, miðar rannsókninni vel.

Kristján Ólafur segir aðspurður hvorki geta tjáð sig um gang skýrslatöku af þeim grunaða, né hvers vegna grunur hafi strax falið á hann.

Það var klukkan 12:35 í gær sem tilkynning barst lögreglu um að eldri hjón hefðu fundist látin í heimahúsi á Norðfirði en ummerki á vettvangi bentu sterklega til saknæms atburðar. Þá strax hófst leit að hinum grunaða og bíl hjónanna sem hann var talinn hafa keyrt. Fannst bifreiðin í Reykjavík og var hinn grunaði handtekinn um klukkan 14.

Líkt á áður kemur fram verðru krafist gæsluvarðhalds yfir honum seinna í dag en lögreglan mun næst veita upplýsingar um atburðina þegar gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verður orðinn ljós.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -