2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Krefjandi að vera í farsóttarhúsi

Gefnar hafa verið út leiðbeiningar fyrir dvöl í farsóttarhúsinu í Fosshóteli Lind við Rauðarárstíg. Um úrræði er að ræða fyrir fólk sem þarf að vera í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19 en getur ekki verið heima hjá sér.

En það er ekkert sældarlíf að dvelja á hótelinu.

Í nýjum leiðbeiningum frá landlækni og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra kemur fram að þeir sem dvelji í húsinu þurfi að geta fylgt fyrirmælum.

Í leiðbeiningum segir meðal annars: „Gestir sem dvelja í farsóttarhúsi þurfa að vera sjálfbjarga með marga hluti sem dæmi sjá þeir sjálfir um þrif á sínum herbergjum, skipta um rúmfatnað, ganga frá rusli og koma því fram á gang.“

AUGLÝSING


Eins er tekið fram að gestir þurfi að fylgja reglum og fyrirmælum og að ekki sé leyfilegt að ganga um húsnæðið og engar heimsóknir eru leyfðar.

Í leiðbeiningunum kemur fram að það sé krefjandi að vera í farsóttarhúsi og að ef fólk fylgi ekki reglum hússins eða skapi hættu á smiti til starfsfólks og sjálfboðaliða verður því gert að yfirgefa húsið.

„Það er krefjandi að vera í farsóttarhúsi þar sem um eitt herbergi er að ræða þó
aðgangur sé að góðu neti og sjónvarpi og þurfa einstaklingar sem hyggja á dvöl þar að
gera sér grein fyrir því og samþykkja.“

Í leiðbeiningunum er vakin athygli á að reykingarfólk sem dvelur í farsóttarhúsinu þurfi að draga úr reykingum. „Tveir aðilar, klæddir fullum hlífðarbúnaði þurfa að fylgja viðkomandi út og inn og þrífa á eftir, það er ekki gerlegt hvenær sem er.“

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum