Sunnudagur 4. desember, 2022
-2.2 C
Reykjavik

Krísa í Kaplakrika vegna Kviku: „Fólk vill bara ekki sjá Eggert spila með FH“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Það vakti mikla athygli í opnunarleik Víkinga og FH í Bestu deildinni á mánudaginn að Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði FH. Eins og flestir vita er Eggert sakborningur í kynferðisbrotamáli; íslensk kona lagði fram kæru síðasta haust á hendur honum og Aroni Einar Gunnarssyni vegna nauðgunar haustið 2010, eftir landsleik Danmerkur og Íslands í Kaupmannahöfn.
Nú er komið á daginn að fulltrúar Kviku banka, sem er aðalstyrktaraðili knattspyrnuliðs FH, hefur óskað eftir upplýsingum frá stjórn félagsins um mál Eggerts Gunnþórs.
Á búningum FH-liðsins er stór auglýsing frá Auði sem er dótturfyrirtæki Kviku banka. Kvika hefur komið á framfæri ábendingum til FH þar sem lögð er áhersla á að tekið sé á málinu.
Málið þykir afar óþægilegt fyrir bankann, og í raun er málið óþægilegt og sorglegt frá öllum hliðum fyrir alla sem að því koma og án efa erfitt að finna lausn á því sem allir yrðu sáttir við.
Samkvæmt heimildum Mannlífs er mikill órói innan FH vegna málsins; og sitt sýnist hverjum. Eggert hefur vissulega ekki verið fundinn sekur um glæp en hann sætir lögreglurannsókn og finnst mörgum óeðlilegt að leikmaður í efstu deild karla á Íslandi skuli spila á fullu á meðan á lögreglurannsókn stendur. Til að mynda Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, sem sagði að „það er mjög óeðlilegt. Sama um hvern ræðir, sama um hvers konar ofbeldismál er að ræða, að þá ætti það að vera mjög skýr og eðlileg krafa að viðkomandi spili ekki á meðan lögreglurannsókn er opin og í gangi.“
Samkvæmt því sem Fréttablaðið segir hefur ekki komið til tals af hálfu Kviku banka að rifta samstarfssamningi sínum við knattspyrnudeild FH á þessari stundu. Þeim heimildum ber þó ekki saman við heimildir Mannlífs sem herma að Kvika krefjist þess að FH geri strax eitthvað í málunum, annars verði samningnum rift, og fannst flestum heimildarmönnum Mannlífs að lausnin yrði væntanlega sú að Eggert myndi ekkert spila með félaginu á meðan á lögreglurannsókn stendur yfir. FH mun væntanlega gera eitthvað strax í málinu enda yrði það mikið fjárhagslegt högg fyrir félagið að missa samninginn við Kviku banka.
„Það er ekkert annað í stöðunni fyrir FH og Eggert en að hann spili ekki meira fyrr en þessu máli er alveg lokið – þetta er svo áberandi og þekkt mál, þessi lögreglurannsókn, og fólk vill bara ekki sjá Eggert spila með FH eins og staðan er núna,“ sagði heimildarmaður Mannlífs innan FH.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -