Þriðjudagur 25. janúar, 2022
4.8 C
Reykjavik

Kristbjörg: „Ég sagði honum líka að við ættum þennan dónaskap ekki skilið, ég var 8 eða 9 ára“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kristbjörg T. Haraldsdóttir ritar afar athyglisverða færslu í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu og hefst hún svona:

„Ég, þessi feimna, ákveðna stelpa átti síðar eftir að fara í ofbeldissamband. Ég hef oft furðað mig á því af hverju?

Kannski af því að við sogumst inn í ofbeldissamband án þess að fatta það.

Getur það ekki verið?“

Bætir við að „ég er samt eiginlega alveg viss um að ég gæti ekki sogast inn í ofbeldissamband í dag, þar sem „rauðu flöggin“ eru í augunum á mér eins og neon-skilti. En það eru ákveðnustu konur sem hafa sogast inn í ofbeldissambönd. Og ekki hjálpar gerendameðvirkt samfélag til við að vara konur við.

Ég deili þessu til þess að sýna ykkur hversu mögnuð samstaðan getur verið, þó við séum „bara“ 8 ára.“

- Auglýsing -

Bætir þessu við:

„Nú ætla ég að segja ykkur sögu sem ég hef oft sagt dóttur minni í seinni tíð. Sönn saga af 8-9 ára stelpu á Akureyri:

Ég var einu sinni rekin úr skólastrætó fyrir að vera með kjaft. Ég var ca 8-9 ára þegar atvikið átti sér stað. Ég var í rosalega góðum bekk í Glerárskóla og í minningunni voru við stelpurnar mjög samheldinn hópur, góðar vinkonur. Ég var ekkert mikið fyrir að trana mér fram í tímum í skólanum, ég var yfirleitt feimin í skólastofunni, það fór ekki mikið fyrir mér. En ef hins vegar ég varð vitni af því að það væri verið að traðka á einhverjum í kringum mig, þá hafði ég hátt. Ég svaraði líka fyrir mig ef fullorðið fólk var dónalegt við mig – eða sýndi mér eða öðrum lítilsvirðingu.

- Auglýsing -

Þannig hef ég alltaf verið. Frekar róleg stelpa í framkomu – en með mikla og sterka réttlætiskennd.“

Saga Kristbjargar er sterk og sýnir vel fram á hvernig samstaða getur haft góð áhrif á heildina:

„Skólasund fór fram í Sundlaug Akureyrar og þess vegna þurftum við að taka skólastrætó í sund. Bekknum var skipt í tvennt, stelpuhóp og strákahóp, annar hópurinn var í skólasundi fyrir áramót og hinn eftir áramót.

Við vorum með dónalegasta rútubílstjóra sem ég hef á ævi minni hitt.

Þetta var karlmaður sem fannst hann yfir allt og alla hafinn, a.m.k. hafinn yfir konur. Hann talaði alltaf niður til okkar þegar við stigum inn í rútuna. Við fengum á okkur skammir sama hvað við gerðum. Þegar við vorum nánast hættar að fara í sturtu eftir sundið – en fengum samt skammir fyrir að vera alltof lengi þá fylltist mælirinn hjá mér.“

Kristbjörg var ekkert að tvínóna við hlutina:

„Ég lét karlinn heyra það og lýsti því fyrir honum hvað við værum samviskusamar og búnar að reyna allt til þess að flýta okkur. Við gætum ekki gert betur. Ég sagði honum líka að við ættum þennan dónaskap ekki skilið. Ég var 8 eða 9 ára.

Maðurinn rak mig út úr rútunni, sagði mér að labba heim. Það var dágóður spotti að labba heim, frá Brekkunni og upp í Glerárþorp.

Ég steig út úr rútunni, rasandi hissa á þessum karli. En ég varð ennþá meira hissa þegar flest allar stelpurnar í bekknum gengu út á eftir mér. Mig minnir að það hafi verið ca 2-3 stelpur sem sátu eftir í rútunni með karlinum.

Magnað! Þvílík samstaða.

Ps: Myndin er tekin á Öskudaginn þegar ég er ca 8 ára.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -