Sunnudagur 13. október, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Kristín reiknar með hraungosi í Öskju: „Í síðasta gosi jókst jarðhiti til muna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, spáir hraungosi í Öskju.

Ýmsar vísbendingar eru uppi um að eldgos muni fljótlega hefjast í Öskju á næstunni. Gígurinn Víti við Öskjuvatn mælist heitari en fyrr í sumar og þá hefur landris aukist um fjörtíu sentimetra á tveimur árum. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur, segir að ef það gjósi þá muni það líklega vera hraungos.

„Menn höfðu hvorki GPS-mælingar né gervitunglamælingar til að sýna að stórt svæði væri að þenjast út. En það voru jarðskjálftamælingar eins og fyrir gosið 1961 sem voru nógu góðar til að menn áttuðu sig á því að þarna var allt farið að skjálfa og hristast. Skammtímamerki séu meðal annars mikil skjálftavirkni og stóraukinn jarðhiti. Í síðasta gosi jókst jarðhiti til muna svo að nýir hverir mynduðust,“ sagði Kristín um eldri Öskjugos.

„Hraungos er algengara og því líklegra. Ef þetta verður hraungos þá er mjög ólíklegt að það hafi áhrif á nokkurn í byggð eða flugumferð,“ sagði Kristín um málið við RÚV. Þá eru sérfræðingar mættir á svæðið til mælinga.

„Okkar kollegar eru á leiðinni á svæðið til þess að mæla þetta betur með alvöru tæki til að gera mælingar á sömu stöðum og áður. Þá getum við fylgt betur eftir þessu langtímaeftirliti sem við erum að sinna. Við fáum þá einhver svör úr alvöru mælingum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -