Fimmtudagur 10. október, 2024
2.4 C
Reykjavik

Kristinn er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Már Stefánsson, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari í körfubolta, er látinn. Hann var 79 ára gamall en Morgunblaðið greinir frá þessu.

Kristinn fæddist árið 1945 og ólst upp í Vesturbænum. Eftir nám í Melaskóla, Hagaskóla og Verzlunarskóla Íslands starfaði hann sem bókari nánast alla starfsævi sína. Kristinn er þó þekktastur fyrir íþróttaafrek sína en hann var gallharður KR-ingur og var fimmfaldur Íslands- og bikarmeistari með félaginu og lék yfir 300 fyrir félagið. Þá spilaði hann 34 landsleiki fyrir Íslands.

Þegar keppnisferlinum lauk þjálfaði Kristinn íslenska karlalandsliðið og KR. Þá sat hann einnig í stjórn KR og KKÍ en var einnig um tíma gjaldkeri sambandsins.

Kristinn lætur eftir sig þrjú börn, níu barnabörn og eitt barnabarnabarn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -