Sunnudagur 25. september, 2022
11.8 C
Reykjavik

Kristinn Hrafnsson um rússneska sendiráðsmálið: „Heimskulegt og tilraun til að hefta blaðamennsku“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir heimskulegt að amast við því að fjölmiðlar birti myndir af fánasvívirðingum.

Viðbrögð sendiráðs Rússlands á Íslandi við myndbirtingu Fréttablaðsins í gær hafa vakið mikla athygli en á myndinni sést úkraínskur maður traðka á rússneska fánanum. Krafði sendiráðið Fréttablaðið um afsökunarbeiðni, sem neitaði því staðfastlega.

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks skrifaði um málið fyrir stundu á Facebook. Segir hannn þar að það sé heimskulegt að kvarta yfir myndbirtingu af fánasvívirðingum og tilraun til að hefta blaðamennsku. Þá rifjar hann einnig upp aðfinnslur Nasista vegna neikvæðrar umfjöllunar um Þriðja ríkið í fjölmiðlum.

„Það er vinsæl mótmælaaðgerð að smána fána og þá allra helst brenna þá. Þannig hefur breski fáninn verið brenndur á Norður-Írlandi og í Skotlandi, kínverski fáninn brenndur í Hong-Kong, Palestínumenn brenna ísraelska fánann, hommahatarar brenndu regnbogafánann í Úkraínu og hatursmenn ESB brenna stjörnufána sambandsins víða. Vinsælast er að brenna bandaríska þjóðfánannn enda hætulegasta ríki heims sem hefur háð blóðugustu styrjaldirnar og skipulögð manndráp í flestum löndum, í meira en mannsaldur.

Af þessu hafa verið birtar fréttamyndir og hvað svo sem mönnum kann að finnast um verknaðinn er þetta fréttaefni. Að amast við því að sýndar séu myndir af þessu tagi er heimskulegt og tilraun til að hefta blaðamennsku. Það hefur verið rifjað upp á Íslandi að menn hafi verið dæmdir fyrir að smána fána og frægastir voru meistarar Þorbergur og Steinn. Nýjasta dæmið er þó meira í ætt við endalausar aðfinnslur Gerlachs ræðismanns Nasistastjórnarinnar í Reykjavík á fjórða áratugnum gegn neikvæðri umfjöllun um Þriðja ríkið í fjölmiðlum (jafnvel kvikmyndahúsum). Það skammarlegasta er að það virkaði. Við skulum ekkert gleyma því að stjórnvöld töldu viðskiptahagsmuni við Nasista það ríka að betra væri að hafa þá góða.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -