Fréttir bárust í vikunni að Tyrki hefðu á fundi NATO í Madríd, samþykkt að beita ekki neitunarvaldi sínu gegn aðild Svía og Finna að varnarbandalaginu. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks bendir á í færslu, sem hann kallar Tyrknesk-Ameríska hernaðarbandalagið, á Facebook, augljósa hræsni Nato þegar kemur að Tyrklandi.
Í byrjun færslunar bendir Kristinn á árás Tyrkja á vopnaðar sveitir Kúrda í Sýrlandi sem börðust gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS en Haukur Hilmarsson barðist með þeim, allt þar til hann féll í sprengjuregni Tyrklandshers.
„Samkvæmt fréttum hafa Tyrkir nú fallið frá neitunarvaldi sínu gegn aðild Svía og Finna að NATO og segjast hafa fengið sitt í gegn. Tyrkir vildu stöðva það sem þeir sáu sem linkind þessara ríkja gagnvart stórnmálaflokki Kúrda, PKK og vopnðum sveitum Kúrda YPG. Haukur Hilmarsson barðist við hlið YPG í Sýrlandi gegn ISIS en féll þegar vopnaðar sveitir Tyrkja og stuðningsliða réðust inn í sýrlenska héraðið Afrin, suður af landamærum Tyrklands. Héraðið var hertekið, íbúarnir flæmdir á brott og tóm húsin síðan yfirtekin af liðsveitum islamskra öfgamanna.“
Ritstjórinn fer svo yfir kröfur Tyrkja á NATO fundinum.
Tyrkir segjast einfaldlega hafa fengið það sem þeir vildu.“
Þá bendir Kristinn á dæmi um vald Tyrklands innan NATO en Tyrkir hafa verið ófeimnir að nota neitunarvald til að koma sínu fram.
Vald Tyrkja innan NATO er því mikið því full samstaða allra ríkja þarf að vera um leiðtogaval og nýja meðlimi. Neitunarvald er því pólitískt vopn og hafa Tyrkir verið ófeimnir við að beita því.“
Að lokum bendir Kristinn á hræsnina sem NATO er sekt um en þar eiga mannréttindi að vera ofarlega á baugi en Tyrklandsstjórn brýtur ítrekað á mannréttindum þegna sinna.