Sunnudagur 4. desember, 2022
1.8 C
Reykjavik

Kristinn segist ranglega bendlaður við morðið á Tómasi: „Búið að vera stanslaust helvítis áreiti“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kristinn Kristinsson segist saklaus af morðinu á Tómasi Waagfjörð en myndband þar sem Kristinn sést hóta Tómasi lífláti hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla undanfarinn sólarhring.

Saklaus

„Ég er saklaus. Þetta er búið að vera stanslaust helvítis áreiti með árásum á mig síðan ég fór suður til að sækja vinkonu mína,“ segir Kristinn Kristinsson í samtali við DV, en hann hefur að undanförnu, að virðist að ósekju, verið bendlaður við dauðsfall Tómasar Waagfjörð, sem stunginn var til bana í íbúð á Ólafsfirði, á aðfaranótt mánudags.

Hvergi hefur verið sagt í fjölmiðlum að Kristinn tengist morðinu sjálfu en hann var ekki á staðnum þegar það var framið. Þrjár manneskjur eru nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á málinu, tvær konur en önnur þeirra er eiginkona Tómasar og einn karlmaður, vinur eiginkonunnar. Höfðu þeir Tómas átt í deilum vegna konunnar um nokkurt skeið.

Sjá einnig: Tómasi heitnum barst morðhótun í mars: „You are going to die really soon“

Tómas birti myndband síðastliðinn mars þar sem hann sagði Kristinn hóta sér og syni sínum morði. Eins og segir hér fyrir ofan hefur myndbandinu verið dreift manna á milli á samfélagsmiðlunum og hafa miðlar á borð við Mannlíf birt það. DV segir að lesendur hafi sent myndbandið á miðilinn og sagt Kristinn vera banamann Tómasar. Það er ekki rétt enda var hann ekki á staðnum þegar morðið var framið.

- Auglýsing -

Ekkert leyndarmál

Kristinn, sem er íbúi í Ólafsfirði, segir það ekkert leyndarmál að þeir Tómas hafi verið óvinir en hann ber Tómasi illa söguna. Ofbeldi hafi verið í sambandinu og hann leitast við að vernda vinkonu sína, eiginkonu Tómasar.

„Ég skoða ekki einu sinni fréttir en svo rak ég augun í þetta þá bara sprakk ég,“ sagði Kristinn um viðbrögð sín við fréttaflutningum er hann talaði við DV.

- Auglýsing -

Segir Kristinn að lögfræðingur sinn hafi bannað honum að tjá sig um málið en hann geti ekki þagað eftir að hafa verið ranglega bendlaður við morðið. Segist hann aldrei hafa verið handtekinn vegna málsins.

Kristinn viðurkenndi í öðru samtali við DV árið 2021 að hann hafi sprengt heimatilbúna sprengju í Ólafsfjarðargöngum en sprengingin olli milljónatjóni. Var hann í viðtali vegna þess að búið var að bera hann út úr leiguíbúð sinni eftir bruna.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -