Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Kristinn um viðbrögð við hryðjuverkaógn: „Orwell var ekki að skrifa handbók heldur varnaðarorð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Meint hryðjuverkaógn er á allra vörum á Íslandi í dag. Hugmyndir um auknar rannsóknarheimildir og fleira í þeim dúr hafa skotið enn og aftur upp kollinum en sitt sýnist hverjum. Kristinn Hrafnsson er ekki á að þetta sé góð hugmynd.

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks skrifaði færslu fyrir klukkustund á Facebook þar sem hann skrifar gegn hugmyndum um auknar rannsóknarheimildir lögreglu og skerta persónuvernd:

„Nei, sjálfgefið viðbragð við óljósum fréttum um hryðjuverkaárás er ekki að veita lögreglu auknar rannsóknarheimildir og skerða persónuvernd eða frelsi. Það er heldur ekki sjálfgefið að leysa vanda heilbrigðiskerfisins með því að einkavæða þjónustuna heldur að bæta hina opinberu og styrkja forvirkar hollustuaðgerðir. Það á ekki að refsa veikum fíklum með því að setja þá í handjárn. Lögreglan á ekki að snúast í heilbrigðismálum.“

Segir Kristinn einnig að það þurfi að hugsa málið upp á nýtt:

„Það þarf að hugsa málin upp á nýtt og viðurkenna gjaldrot þeirrar stefnu sem er fylgt. Gjaldþrotið snýr að hagsmunum almennings en vissulega græðir fámennur hópur á gjaldþrotastefnunni. Betra samfélag með auknu heilbrigði, öryggi og lýðræði fæst með áherslu á fræðslu, sterka innviði, átaki í umburðarlyndi og auknum almennum jöfnuði. Og að sjálfsögðu að hætta að standa vegi fyrir innleiðingu nýs samfélagssáttmála í stjórnarskrá sem almenningur kom sér saman um.“

Í niðurlagi færslunnar lýtur Kristinn til vesturs

„Í henni Ameríku er kraumandi reiði almennings svarað með hervæðingu lögreglu, fjölgun fangelsa og herðingu refsidóma. Þar er stungið upp á því að svara skotrásum ungmenna í skólum með því að láta kennara bera byssur.
Fávitagangurinn verður að enda og grípa til aðgerða sem virka.
Stríð er ekki friður. Orwell var ekki að skrifa handbók heldur varnaðarorð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -