Miðvikudagur 29. júní, 2022
14.8 C
Reykjavik

Kristján Þór Júlíusson var bæjarstjóri á Ísafirði þegar Samherji keypti Guðbjörgina

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kristján Þór Júlíusson var bæði stjórnarformaður Samherja og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar þegar Samherji keypti útgerðarfélagið Hrönn hf. inn í fyrirtækið, ásamt togaranum Guðbjörgu ÍS og þeim kvóta sem henni fylgdi.

Eins og kom fram í Baksýnisspegli gærkvöldsins áttu atburðir lokaþáttar Verbúðarinnar sér hliðstæðu í raunveruleikanum.

Höskuldarviðvörun! Hér á koma fram ákveðin atriði sem áttu sér stað í lokaþætti Verbúðarinnar.

HG Sæfang og Þorbjörgin áttu sér fyrirmyndir í útgerðarfélaginu Hrönn hf. og togaranum Guðbjörgu ÍS á Ísafirði. Gunnar Már, sá sem mætti á svæðið og keypti upp allt heila klabbið, á sér fyrirmynd í Þorsteini Má Baldvinssyni en Samherji með Þorstein Má fremstan í flokki keypti Hrönn hf. og Guðbjörgina inn í Samherja árið 1997.

 

Svikin loforð

Þorsteinn Már, forstjóri og einn aðaleigenda Samherja, gaf það út í viðtali við Ríkisútvarpið að Ísfirðingar þyrftu engar áhyggjur að hafa af viðskiptunum. Breytingin myndi ekki draga úr umsvifum í bænum. Hann lofaði líka eigendum Hrannar hf., sem og íbúum Ísafjarðar, að Guðbjörgin yrði áfram gul, að hún yrði áfram ÍS og að hún yrði áfram gerð út frá Ísafirði.

- Auglýsing -

Þessi þrjú loforð voru að endingu öll svikin en Þorsteinn Már gerði lítið úr því á sínum tíma. Hann sagði yfirlýsinguna sannarlega hafa verið mistök en að ekki hafi verið um „bindandi loforð“ að ræða. „Aðstæður í sjávarútvegi eru það breytilegar að það verður að viðurkennast. Sjávarútvegurinn er eins og sjórinn, síbreytilegur,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið.

 

Kristján Þór liðkaði fyrir trausti bæjarbúa og fyrri eigenda

Yfirlýsing Samherja var á sínum tíma studd af bæjarstjóra Ísafjarðar. Það var Kristján Þór Júlíusson, sem seinna átti eftir að verða sjávarútvegsráðherra og komast duglega í umræðuna eftir símtal sem hann átti við Þorstein Má, eftir að upp komst um viðskiptahætti Samherja í Namibíu.

- Auglýsing -

Kristján Þór Júlíusson og staða hans, bæði sem stjórnarformaður Samherja á þessum tíma og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, átti ríkan þátt í því að Ísfirðingar, sem og fyrri eigendur Hrannar hf., treystu þessum nýju eigendum og yfirlýsingum þeirra. Fyrir lok ársins 1997 var Kristján Þór hættur sem bæjarstjóri og farinn norður. Í byrjun árs 1998 bauð hann sig fram sem bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri um vorið. Hann vann þær kosningar og sat sem bæjarstjóri frá árinu 1998 til 2006.

Í ljós hefur komið að yfirlýsing Samherjamanna gagnvart Ísfirðingum og fyrri eigendum Hrannar hf. voru meira en bara munnleg. Til er skriflegt plagg með yfirlýsingunni en þar stendur:

„Fréttatilkynning. Hluthafar Samherja h.f. Akureyri og Hrannar h.h. Ísafirði hafa undirritað samkomulag um að sameina þessi sjávarútvegsfyrirtæki. Samkomulag er um að útgerð Guðbjargar ÍS verði óbreytt frá því sem verið hefur á Ísafirði.“

Yfirlýsingin er undirrituð af Þorsteini Má Baldvinssyni fyrir hönd Samherja og Ásgeiri Guðbjartssyni fyrir hönd Hrannar hf. Hún er dagsett þann 7. janúar árið 1997.

Afrit af skriflegu yfirlýsingunni.

Guðbjörgin átti aldrei eftir að landa aftur á Ísafirði. Fljótlega hafði Samherji flutt kvóta togarans yfir á önnur skip í sinni eigu og tveimur árum síðar hafði skipið verið selt til Þýskalands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -