Laugardagur 9. nóvember, 2024
10.1 C
Reykjavik

KSÍ sækir um vínveitingaleyfi: „Ekki til þess fallin að valda ónæði í nágrenninu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Knattspyrnusamband Íslands sótti um vínveitingaleyfi í sumar og hefur sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu umsóknina til meðferðar.

Eins og staðan er í dag er sala áfengis bönnuð í íþróttamannvirkjum í Reykjavík en undanfarin ár hefur KSÍ fengið undanþágu frá reglum borgarinnar. Þykir sumum sérstakt að sambandið sem hefur í gegnum árin lagt mikla áherslu á lýðheilsu skuli á sama tíma vera selja áfengi.

Umboðsmaður barna segir nei

Í framhaldi af umsókn KSÍ ákvað Reykjavíkurborg að leita til hagsmunaaðila og spyrja þá álits um hvort það ætti mögulega að breyta reglum borgarinnar um áfengissölu í íþróttamannvirkjum eða jafnvel fella þær alveg úr gildi. Einn af þeim hagsmunaaðilum sem um ræðir er umboðsmaður barna.

„Umboðsmaður barna telur alls ekki að fella eigi ákvæði 11. gr. niður eða breyta því. Ákvæðið leggur bann við veitingu áfengis í íþróttamannvirkjum og telur umboðsmaður ekki undir neinum kringumstæðum að breytingar, sem hafa í för með sér aukna áfengisneyslu eða áfengisveitingar á íþróttaviðburðum þar sem börn eru viðstödd eða taka þátt, geti samrýmst þeirra bestu hagsmunum,“ segir í umsögn umboðsmanns barna um málið.

Borgin óskaði eftir umsögn frá ÍBR, ÍSÍ, UMFÍ, Embætti landlæknis, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Barnaheill, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum ferðaþjónustunnar, Alþýðusambandi Íslands, Umboðsmanni barna, Félagi áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, IOGT, Reykjavíkurráði ungmenna, velferðarráði og mannréttindaráði.

Laugardalsvöllur sagður umfangslítill

Athygli vekur að KSÍ sótti um rekstarleyfi í flokki II en undir það flokkast „umfangslitlir áfengisveitingastaðir þar sem starfsemin er ekki til þess fallin að valda ónæði í nágrenninu svo sem með háværri tónlist og staðir sem kalla ekki á mikið eftirlit og/eða löggæslu,“ en á landsleiki Íslands í knattspyrnu mæta reglulega þúsundir einstaklinga og þá er Laugardalsvöllur staðsettur við hliðina á íbúðahverfi.

Í samtali við Mannlíf sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, að reynsla sambandsins af áfengissölu væri mjög jákvæð og KSÍ líti á hana sem sjálfsagða þjónustu.

Málið verður tekið fyrir á fundi menningar- og íþróttaráði borgarinnar á föstudaginn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -