Fimmtudagur 25. maí, 2023
6.8 C
Reykjavik

KSÍ tekur ákvörðun um milljarðahöll Garðabæjar í næstu viku – Fær Miðgarður keppnisleyfi?

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Enn er ekki komið á hreint hvort nýjasta íþróttahöll Garðabæjar, Miðgarður fái leyfi KSÍ sem keppnisvöllur í efstu deildum knattspyrnunnar hjá báðum kynjum.

Samskiptastjóri Garðabæjar fullyrti við Mannlíf á dögunum að Miðgarður, nýja íþróttamannvirki Garðabæjar, væri orðinn fullgildur keppnisvöllur fyrir efstu deild kvenna og karlaknattspyrnunnar á Íslandi. Unnar Stefán Sigurðsson, formaður mannvirkjanefndar KSÍ sagði hins vegar í svari til Mannlífs að ákvörðun um málið yrði tekið fyrir mánudaginn 20 mars. Það var gert en nú mun KSÍ funda þann 29. mars næstkomandi og taka endanlega ákvörðun í málinu. Unnar gat ekki tjáð sig nánar um málið enda bundinn trúnaði.

Sjá einnig: Hljóp Garðabær á sig varðandi Miðgarð? KSÍ tekur ekki ákvörðun um vallarleyfið fyrr en á mánudaginn

Áhorfendastæði Miðgarðs vakti furðu margra þegar húsið var opnað en er það þannig byggt að flestir áhorfendur sjá ekki nema 80 til 85 prósent af vellinum. Sögðu bæjaryfirvöld því þannig að húsið hefði ekki verið hugsað sem keppnishús fyrir efstu deildirnar, heldur sem æfingahúsnæði og því hefðu áhorfendur verið látnir mæta afgangi. Þá er lofhæð hússins 14 metrar en lágmarkslofhæð keppnishúss fyrir efstu deildirnar eru 20 metrar. KSÍ þarf því að veita Garðbæingum undanþágu, verði niðurstaðan sú að veita þeim leyfið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -