Laugardagur 12. október, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Kvenfélagasamband Ísland afhenti veglega gjöf til allra kvenna á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimmtudaginn 26. september afhentu Kvenfélagskonur gjöf til allra kvenna á Íslandi.   Afhendingin fór fram á Sjúkrahúsinu á Akranesi en um er að ræða mónitora sem skrá fósturhjartslátt og ómtæki. 

Kvenfélagasamband Íslands var stofnað 1. febrúar 1930 og fagnaði 90 ára afmæli árið 2020. Í tilefni þess stóðu kvenfélög um allt land fyrir söfnun fyrir tækjum og hugbúnaði því tengdu til handa öllum konum um landið allt. Tækin koma að notum við meðgöngu eða fæðingu eða skoðana vegna kvensjúkdóma. 

Um er að ræða mónitora sem skrá fósturhjartslátt og ómtæki, nýja eða uppfærða eftir því sem við á, og rafrænar tengingar á milli landsbyggðar og Kvennadeildar Landspítalans. 

Tækin sem safnað var fyrir eru liður í auknu öryggi í greiningum og munu í mörgum tilfellum koma í veg fyrir að senda þurfi konur á milli landshluta vegna ýmissa óvissuþátta. 

Með þessum hugbúnaði verður einnig vistun hjartsláttarrita rafrænn og er það stór þáttur í öryggi og aðgengi að ritunum. Þá er alltaf hægt að nálgast þau í sjúkraskrám móður. 

Kvenfélagskonur á Íslandi hafa verið bakhjarlar Landsspítalans frá stofnun hans og staðið fyrir söfnunum á peningum og tækjum sem hafa komið sér vel fyrir fjölmarga þegna landsins. 

- Auglýsing -

Í tengslum við söfnunina seldu kvenfélagskonur um allt land falleg armbönd sem í voru grafin gildi Kvenfélagssambandsins,  „Kærleikur – Samvinna – Virðing“ og „Ég er kvenfélagskona“. Einnig var selt súkkulaði í samvinnu við Omnom. Auk þess stóðu kvenfélagskonur fyrir maraþonbakstri í heilan sólarhring og afraksturinn seldur til að styðja við söfnunina.

Söfnunin stóð til 1. febrúar 2021 og söfnuðust samtals um 30 milljónir. Stærsti hluti framlaga í söfnunina kom beint frá Kvenfélögunum víða um land. Einnig studdu fjölmörg fyrirtæki og almenningur söfnunina með beinum framlögum. 

Innleiðingu á verkefninu var stýrt af starfshópi og var samstarf nokkurra stofnana og aðila: Kvenfélagasambands Íslands, Landspítala, embættis landlæknis, Félags ljósmæðra og fæðingarstaða á landsbyggðinni  

- Auglýsing -

Ákveðið var að velja Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi sem tilraunastað fyrir verkefnið og þar kláraðist innleiðing og opnað var á kerfið 13. júní 2024. 

Vegna heimsfaraldurs Covid meðan á söfnuninni stóð og eins vegna tæknilegra þátta sem komu upp við innleiðinguna á Akranesi tók uppsetning og innleiðing á tilraunastað lengri tíma en gert var ráð fyrir. 

Tímalína frekari innleiðingar: 

Vika 40 – Milou uppfært á LSH og Akranesi 

Vika 41-42 – Uppsetning á Ísafirði 

Vika 44 – Uppsetning á Neskaupsstað   

Vika 46 – Uppsetning í Vestmannaeyjum

Vika 48 – Uppsetning í Keflavík 

2025 – Uppsetning á Selfossi

2025 – Uppsetning á SAk  

Um Kvenfélagasamband Íslands:

Kvenfélagasambandið er fjölmennasta kvennahreyfingin á Íslandi sem starfar á landsvísu. Innan sambandsins starfa 17 héraðssambönd, 154 kvenfélög og eru félagar um 4500 talsins.  Nánar www.kvenfelag.is.

Nánar um söfnunina á www.gjoftilallrakvenna.is.  

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -