Fimmtudagur 7. desember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Kynna nýtt kerfi fyrir Grindvíkinga án leiðbeininga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björgunarsveitin Þorbjörn tilkynnti það á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi að nýtt kerfi skildi tekið upp fyrir Grindvíkinga sem þurfa að komast inn á heimili sín. Þrátt fyrir tilkynninguna kemur þó hvergi fram hvernig nýja kerfið gangi fyrir sig og því óljóst hvernig framhaldið lítur út en í færslunni segir:

„Kæru Grindvíkingar,

Þetta eru gríðarlega erfiðar aðstæður sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana. Við vildum óska þess að við hefðum eitthvað um skipulagið að segja en það er ekki staðan. Við erum sannfærð um að allir séu að gera sitt besta með öryggi bæjarbúa að leiðarljósi.

Því miður er stærsti hluti bæjarins á hættusvæði sem gjarnan er nefnt rauða svæðið. Þetta svæði þykir mjög hættulegt því það eru líkur á að eldgos geti brotist út með litlum fyrirvara. Þess vegna geta aðeins fáir verið á svæðinu í einu svo hægt sé að tæma það með stuttum fyrirvara. Þetta hefur orðið til þess að það tekur mjög langan tíma að koma öllum heim til sín.

Síðustu daga hefur gengið vel að koma fólki inn á svæðið og heldur sú vinna áfram næstu daga.

Það hryggir okkur mjög að enn sé fólk sem ekki hefur komist til síns heima síðan á föstudag og höfum við leitað allra mögulegra leiða til þess að leysa úr því. Á morgun munu Almannavarnir setja af stað nýtt kerfi til þess að halda utan um þessar beiðnir svo hægt sé að ná betur til þessa hóps.

- Auglýsing -

Eins og áður segir er þetta skipulag ekki í okkar höndum en við leggjum mikla áherslu á að þetta verkefni klárist sem fyrst.

Okkar fólk hefur verið við störf í Grindavík myrkranna á milli frá því bærinn okkar var rýmdur fyrir viku síðan. Verkefnin hafa verið gríðarlega mörg en aðalmarkmið okkar hefur verið að halda götum bæjarins opnum ásamt því að sinna hinum ýmsu verkefnum sem okkur hafa verið sett fyrir. Þannig hefur björgunarsveitin Þorbjörn aðstoðað HS Veitur við að koma á rafmagni og vinna í heitavatnslögnum, aðstoðað bæjarbúa við að sækja lyf ásamt því að slá inn rafmagnslausum húsum. Við höfum einnig bjargað fjölmörgum köttum og komið þeim til sinna eigenda. Þá höfum við einnig starfað við vegagerð með því að kortleggja allar sprungur og merkja þær. Við brúuðum líka nokkrar sprungur en fengum svo Vegagerðina með okkur í lið að fylla í sprungur svo hægt sé að aka yfir þær. Með þessu náum við að flýta ferðum bæjarbúa um bæinn ásamt því að auka öryggi þeirra sem þar starfa með því að stytta flóttaleiðir.

Grindavík stendur enn og við ætlum heim aftur! Þó svo að mikið tjón sé í bænum er ljóst að mikill meirihluti húsa er alveg óskemmdur. Þá er rafmagn á langflestum húsum ásamt hitaveitu þrátt fyrir mikið landsig. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma bænum okkar í fyrra horf!

- Auglýsing -

Grindvíkingar Gefast Ekki Upp 💛💙

Baráttukveðjur

Björgunarsveitin Þorbjörn“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -