Föstudagur 6. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Lækna-Tómas klífur fjöll fyrir krabbameinssjúka: „Ágóði mun renna til Ljóssins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir nokkrum dögum lenti Tómas Guðbjartsson, oft nefndur Lækna-Tómas, í Nepal en þangað er hann kominn til að klífa fjöll til styrktar Ljósinu en það eru samtök þeirra sem greinst hafa með krabbamein. Tómas greindist sjálfur með krabbamein í ristli fyrr á árinu en er á batavegi.

Á meðan ferðinni ætlar Tómas að halda út dagbók um ferðina og í nýjasta pistlinum segir hann frá dögum 6 til 8.

Það hefur gengið á ýmsu hjá mér sl. daga -efst í Kumbudalnum skammt frá rótum Everest,“ skrifar skurðlæknirinn um ferðalagið. „Eins og kom fram í síðustu færslu veiktist ég heiftarlega með uppköstum og niðurgangi í Namche Bazar fyrir 5 dögum síðan. Þetta var talin matareitrun en svo rénuðu einkennin bara ekkert. Ég hef samt skrölt hingað uppeftir en þurft að taka tvo aukahvíldardaga – bara til að geta verið á fótum. Mest legið í koju. Er algjörlega orkulaus, enda misst nokkur kg – og minni helst á skrælnaða rúsínu.. Erfitt að bjarga vökvaskorti þegar allt kemur upp úr manni aftur með þeim lyfjum sem maður tekur. Ég hef samt náð að fara í 2 stuttar aðlögunargöngur en þær ekki farið vel í mig.“

Tómas segir einnig frá því að hann hafi í framhaldinu farið á sjúkrahús og hitt þar frábæran lækni sem greindi hann með iðrasýkingu.

„Nú er ég því kominn á tvenns konar sýklalyf og 5 önnur lyf og saltblöndur. Allt kostaði þetta 75 dollara – með lyfjunum. Vonandi hressist Eyjólfur við þetta en hér í tehúsinu eru allnokkrir með svipuð einkenni og einum var flogið niður í gær til Katmandu. Góðu fréttirnar eru þær að ég er með lífsmörk eins og tvítugur og háfjallaveiki ekki gert vart við sig. Síðan er veðrið geggjað líkt og sjerparnir hér í Dingbotche,“ skrifar hann að lokum og lét ýmsar myndir fylgja með.

Gæti verið mynd af 2 manns, sjúkrahús og textiGæti verið mynd af sjúkrahúsMyndlýsing ekki til staðar.Gæti verið mynd af fjall og the Tre Cime di Lavaredo

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -