Fimmtudagur 30. nóvember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Læknalaust Vinnueftirlit gaf út dánarorsök án krufningarskýrslu: „Mjög óvenjuleg nálgun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vinnueftirlitið gaf út dánarorsök manns sem lést í vinnuslysi árið 2020, áðu en krufningaskýrla var tilbúin.

Eins og fram kom í frétt Mannlífs á dögunum hefur Vinnueftirlit Ríkisins ekki haft lækni á stofnuninni frá því að Kristinn Tómasson hætti þar árið 2019. Skýrt er kveðið á um í lögum að Vinnueftirlitið hafi lækni í sinni þjónustu. Upplýsingafulltrúi stofnunarinnar játaði í svari til Mannlífs að Vinnueftirlitið hefði síðustu fjögur ár brotið 68. grein laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þar sem kveðið er á um að Vinnueftirlitinu beri að hafa starfandi lækni hjá stofnuninni.

Þann 3. mars árið 2020 varð banaslys á vinnustað í Mosfellsbænum en Vinnueftirlitið gerði skýrslu um málið árið 2021. Á blaðsíðu 20 í skýrslunni, sem Mannlíf hefur undir höndum, segir að Dánarorsök A, séu áverkar sem maðurinn hlaut við slysið. Næsta setning gengur í berhögg við þá fyrri en hún er erftirfarandi: „Vinnueftirlitið hefur ekki fengið úrdrátt úr krufningarskýrslu um dánarorsök.“

Sérfræðingur í heilbrigðisvísindum, sem Mannlíf ræddi við en vildi ekki koma fram undir nafni, sagði að þetta væri „mjög óvenjuleg nálgun“, að Vinnueftirlitið gefi út dánarorsök mannsins án þess að hafa krufningarskýrslu í höndunum. „Þarna er verið að höndla með læknisfræðilegar upplýsingar án þess að læknir sé á bakvið.“ Aðspurður um það hvort það sé ekki mikilvægt að læknir sé starfandi hjá Vinnueftirlitinu svaraði sérfræðingurinn: „Það fer eftir því hvernig stofnun þú ætlar að reka. Lögin kveða skýrt á um þetta.“

Samkvæmt heimildum Mannlífs gaf Vinnueftirlitið aldrei út dánarorsök án krufningarskýrslu frá lækni, þegar Kristinn Tómasson starfaði sem læknir hjá stofnuninni, en hann hætti árið 2019 eftir 19 ára starf hjá Vinnueftirlitinu.

Er þessi frétt er rituð hefur Mannlífi ekki enn borist svar frá Vinnueftirlitinu, varðandi skýrsluna og önnur mál stofnunarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -