Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Deilurnar um Íslandsbankasöluna trufla Benedikt Sveinsson ekki: „Ég er vanur svona djöflagangi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er vanur svona djöflagangi,“ segir Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, aðspurður hvort hann sjái eftir kaupunum á hlut í Íslandsbanka.

Í dag sagði Rúv frá því að Umboðsmaður Alþingis hafi sent Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra fyrirspurn um sölu Íslandsbanka en sérstaklega spurði hann um hæfi hans hvað varðar sölu á hlut ríkisins til félags í eigu föður hans. Bjarni sagði sjálfsagt að svara spurningum umboðsmannsins.

Í fyrra sagðist Bjarni hafa beðið sitt nánasta fólk að taka ekki þátt í kaupum á hlutum í Íslandsbanka og að það hefði ekki hvarflað að honum að faðir hans myndi samt sem áður einmitt gera það.

Mannlíf heyrði í föður fjármálaráðherra og spurði hvort hann sæi eftir því að hafa keypt hlutinn í Íslandsbanka. „Af hverju ætti ég að gera það?“ spurði Benedikt til baka en þegar blaðamaður benti á öll lætin sem kaupin ollu í samfélaginu svaraði Benedikt: „Já ég kippi mér bara ekkert upp við þetta. Ég er vanur svona djöflagangi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -