Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Lagt til að fyrrverandi forstjóri Samherja verði í stjórn Festis: „Sterk samfélagsvitund“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tilnefningarnefnd almenningshlutafélagsins Festis hefur lagt til að Björgólfur Jóhannsson verði kjörinn í stjórn félagsins. Í umsögn nefndar segir: „ Björgólfur Jóhannsson: reynsla úr mörgum greinum atvinnulífsins, sterk samfélagsvitund, þekkir Festi og þá sérstaklega fjármálahliðina, óbeint eignarhald marktæks hlutar í Festi“

Stundin varpaði ljósi á málið. Björgólfur tók tímabundið við forstjórastóli Samherja af Þorsteini Má Baldvinsyni, í kjölfar uppljóstrana Kveiks og Stundarinnar á um hundruð milljóna króna greiðslum Samherja til valdamanna í Namibíu fyrir kvóta í afríska ríkinu. Á meðan Björgólfur sat í forstjórastóli var hann dyggur talsmaður Samherja, sem lýsti greiðslum, er rannsakaðar voru sem mútur, sem eðlilegum.

Siðferði og samfélagsvitund

Í skýrslu sem Festi skilaði til Kauphallarinnar kom fram krafa sem undirstrikaði mikilvægi siðferðar og samfélagsvitundar. Var þar meðal annars nefnd afsögn Þórðs Más Jóhannessonar, fyrrum stjórnarformanns og umræða um viðskiptahætti N1-rafmagns.

Þórður Már Jóhannesson fyrrum stjórnarformaður Festis hætti eftir að Vítalía Lazareva steig fram í þættinum Eigin konur. Þar var honum og fleirum, án nafngreiningar, gefið að hafa brotið á Vítalíu í sumarbústaðaferð í lok árs 2020.

Í gegnum félagið Kjálkanes er Björgólfur Jóhannsson einn af tuttugu stærstu hluthöfum Festis með 1,6 prósenta hlut. Festi er að annars að stærstu hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, sem samanlagt eiga um 73 prósent hlut.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -