Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Land Rover-skór til sölu: „Þurfa þeir að byrja á verkstæði?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það kennir ýmissa grasa inni á Facebook-síðunni „Brask og brall.is“ líkt og fyrri daginn.

Þar gefur til dæmis að líta Land Rover-skó til sölu. Um er að ræða vígalega strigaskó með þykkum, grafískum botni, merkta bílategundinni Land Rover Defender í bak og fyrir.

Skórnir, sem eru af stærðinni 41, voru falir fyrir litlar 5.000 krónur, en virðast nú jafnvel þegar seldir. Enda um að ræða gjöf en ekki gjald.

Auglýsingin hefur vakið töluverða athygli á síðunni, en þegar þetta er skrifað hafa 309 athugasemdir verið ritaðar við hana.

Enda er Land Rover Defender bíll sem vekur ávallt umtal og er vissulega umdeildur – sumir tilbiðja tegundina sem guð á meðan aðrir elska að hata hana.

Mörgum finnst líka ekki leiðinlegt að gera grín að bílunum, en þeir eru rómaðir fyrir bilanatíðni sína og lekamál margs konar. Á móti eru eigendur Land Rover Defender sérlega hörundsárir þegar kemur að fararskjótanum.

- Auglýsing -

Auk þessa er síðan vissulega ekki algengt að sjá Land Rover-strigaskóm skartað á götum borgarinnar. Nú mun þeim þó líklega fjölga um eitt par.

Magne efast um að skórnir séu ósviknir.

„Ef þetta væru actually landrover skór væri nú kominn ryðlitur á reimarnar.“

- Auglýsing -

Fleiri en einn merkja Magnús nokkurn Magnússon í athugasemdum við færsluna, sem er þá líklega mikill Land Rover-maður. Ef til vill á hann bílinn en hefur alltaf vantað skóna í stíl.

„Hraðar hendur!,“ segir Benjamín og merkir Magnús. Hann bætir við, þegar Magnús segist þegar hafa verið merktur:

„Hahaha sá það en þetta er orðið trend! Væri mjög fúll ef ég væri þú ef það eru ekki yfir 20 tögg.“

„Góðir skór eru skyldueign í hverjum Land Rover!“ segir Kristinn.

 

Ásmundur leggur af stað út á hálan ís:

„Já veitir ekki af að eiga góða skó ef maður á landrover……. Úps…“

Arnbjörn gengur skrefinu lengra:

„Helst bara að passa að þeir séu vatnsþéttir OG olíuþolnir líka.“

„Hafa þeir eitthvað bilað í dag?“ segir Jóhann.

„Ætli þeir séu vatnsheldir?“ spyr Katarínus.

„Nei og líklegast ekki vindheldir heldur,“ svarar Kristinn.

 

Ívar heldur sig á sömu nótum og hinir:

„Þessir skór leka eins og önnur framleiðsla frá Land Rover.“

„Spurningin er ekki hvort, heldur hvar þeir leka. Been there done that,“ bætir hann við.

 

Gísli vill vita hvort hægt sé að nota skóna strax:

„Eru þeir í lagi eða þurfa þeir að byrja á verkstæði?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -