Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Landsbankinn einnig í lúxusbílakaupum: „Af þessum hlunnindum eru greiddir skattar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landsbankinn býður stjórnendum bankans bifreiðahlunnindi líkt og Arion banki og Íslandsbanki en er þó ekki eins flottur á því, ef svo má að orði komast.

Sjá einnig: Keyptu lúxusjeppa fyrir 15 milljónir – Leyndarhjúpur um bílakaup fyrir toppa Íslandsbanka

Í svari Landsbankans við spurningum Mannlífs um bifreiðahlunnindi stjórnanda bankans segir Rúnar Pálmason upplýsingafulltrúi Landsbankans að frá árinu 2021 hafi sex bílar verið keyptir handa stjórnendum en þeir hafa geta valið á milli þess að fá hluta af launum sínum í formi bílahlunninda og hafi þeir allir valið það.

Segir Rúnar að bílarnir sem keyptir hafa verið séu meðal annars Audi Q7, Land Rover Discovery, Tezla Model 3 og Volvo XC 90. Hafi þeir kostað á bilinu 2,5 milljónir til 13,2 milljónir. Svarið má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

„Bankastjóri og framkvæmdastjórar hjá bankanum geta óskað eftir að fá hluta af launum sínum í formi bifreiðahlunninda. Af þessum hlunnindum eru greiddir skattar. Samkvæmt lögum teljast bifreiðahlunnindi til launa sem reikna skal staðgreiðslu af og setur ríkisskattstjóri nánari reglur um útreikningana. Öll hafa þau valið að fá bifreiðahlunnindi og lækka útgreidd laun sem því nemur.

Frá árinu 2021 hafa verið keyptir sex bílar vegna þessa. Kaupverð þeirra var á bilinu 2,5-13,2 milljónir króna.

- Auglýsing -

Um er að ræða bíla af tegundunum Audi Q7, Land Rover Discovery, Mazda 3 Optimum, Range Rover Sport, Tesla Model 3 og Volvo XC 90.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -