Laugardagur 26. nóvember, 2022
4.1 C
Reykjavik

Lára Rúnars á stórafmæli í dag: „Ég er búin að eiga dásamlegan dag“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er Lára Rúnarsdóttir söngkona en hún á stórafmæli í dag. Akkurat fjörutíu ár eru liðin frá fæðingu hennar.

Lára hefur gefið út fjölda sólóplatna síðan 2003 en samkvæmt Glatkistunni hafði hún þá slegið í gegn fyrir flutning á frumsamdri tónlist sinni á lokahófi KKÍ. Hún hefur einnig sungið með hljómsveitinni Lifun sem og Áhöfnin á Húna II sem fór hringinn í kringum Ísland með tónleika til styrktar Landsbjörgu fyrir fáeinum árum síðan. Til gamans má geta þess að Lára er dóttir gítarleikarans Rúnars Þórissonar.

Mannlíf heyrði í afmælisbarninu og spurði það hvort og þá hvernig hún ætli að halda upp á þennan merkisáfanga.

„Ég er búin að eiga dásamlegan dag og ætla að enda hann á Austur-Indíafélaginu, fá mér að borða. En svo mun ég halda stórafmæli á föstudaginn eftir útgáfutónleikana mína,“ svaraði Lára en hún gaf út plötuna „7“ þann sjöunda, sjöunda.

En er eitthvað framundan hjá Láru á næstunni?
„Já, ég er eigandi Móar Studio en þar er alltaf ótrúlega margt um að vera, mikið af viðburðum og ég sé um kennslu þar alla daga sem er alveg dásamlegt. Og svo ætla ég að skella mér til Tene. Það er afmælisgjöf frá manninum mínum.“

Mannlíf óskar Láru til hamingju með stórafmælið og vonar að hún njóti Tene!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -