Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Leiðrétta „rangfærslur“ Péturs og kannast ekki við ásakanir um kynferðislega áreitni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í tilefni af viðtali við Pétur Þór Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eyþings, sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudag hefur Eyþing, samband sveitafélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, sent frá sér yfirlýsingu. Þar kemur fram að stjórn Eyþings þyki óskiljanlegt að Pétur haldi áfram að ræða málið opinberlega þar sem málinu hafi lokið með sátt fyrr á árinu.

Pétur fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn þegar dómsátt var gerð í máli hans þann 27. janúar 2020. Honum var sagt upp október 2018. Í viðtali við Morgunblaðið greindi Pétur frá því að hann hafi verið kallaður á fund í október árið 2018 og honum tilkynnt að það hefðu komið fram alvarlegar ásakanir á hendur honum frá samstarfskonu og hann sakaður um kynferðislega áreitni.

Sjá einnig: Telur uppsögnina hafa kostað á fjórða tug milljóna – Eyþing óskaði eftir að trúnaði um kostnaðinn

Pétur Þór segir lögmann sinn svo hafa fengið bréf í hendurnar sem samstarfskonan sendi á stjórn en að þar hafi ekkert um kynferðislega áreitni komið fram. Hann segist ekki hafa neinar skýringar á því hvernig ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram.

Í yfirlýsingu Eyþing er því hafnað að Pétur hafi verið sakaður um kynferðislega áreitni á vinnustað.

Í yfirlýsingunni segir að stjórnarmenn höfðu ekki ætlað að tjá sig frekar um mál Péturs en sjái sig knúna til að leiðrétta rangfærslur sem komu fram í viðtali Morgunblaðsins við Pétur.

„Orðið kynferðisleg áreitni er frá honum sjálfum komið.“

- Auglýsing -

„Stjórn Eyþings hefur aldrei sakað Pétur Þór Jónasson um kynferðislega áreitni á vinnustað, heldur þurfti stjórn að taka til meðferðar kvörtun undirmanns vegna óviðeigandi og ófaglegra samskipta. Orðið kynferðisleg áreitni er frá honum sjálfum komið,“ segir m.a. í yfirlýsingunni.

Pétur hefur þá greint frá því að Eyþing hafi óskaði eftir að trúnaður ríkti um upphæð bótanna sem honum voru greiddar. Í yfirlýsingu Eyþings um það segir: „Þar sem um málefni starfsmanna Eyþings var að ræða taldi stjórn rétt að farið væri með gögn málsins sem trúnaðarmál, en aldrei hefur verið farið fram á að leynd ríki um kostnað.“

Yfirlýsingu Eyþings má lesa í heild sinni hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -